Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Kristján Loftsson útgerðamaður Hvals
Kristján Loftsson útgerðamaður Hvals
Njósnað úr háloftunumÍ Kaupmannahöfn hafa borgaryfirvöld tekið tæknina í sína notkun og samkeyra um þessar mundir loftmyndir af borginni og fasteignaskrá með það fyrir augum að finna viðbyggingar sem reistar hafa verið í óleyfi, eða án þess að tilkynnt væri um það. Af slíkum byggingum sem hvergi koma fram er nefnilega ekki greiddur eignaskattur. Spurning er hvort Fasteignamatið hér heima fari svipaðar leiðir. Ekki vantar myndirnar af eignunum, bæði er á vefnum borgarvefsja.is að finna ítarlegar upplýsingar og svo er náttúrulega líka að finna á netinu gervihnattamyndir Google Earth sem ná yfir allt land. Myndirnar sem notast er við í Danmörku virðast þó heldur nákvæmari en þær sem allur almenningur hefur aðgang að á netinu því þar mun víst hægt að greina smáatriði allt niður í niðurföll við gangstéttarbrúnir. Ætli þyrfti ekki heimild persónuverndar til að skoða viðlíka myndir hér? Vogun vinnurVogun, félag sem þeir Árni Vilhjálmsson og Kristján Loftsson fara fyrir, jók hlut sinn í HB Granda í gær upp í tæp 35 prósent. Félagið er eftir sem áður stærsti eigandinn í Granda. Seljandi var Landsbankinn sem geymdi bréfin fyrir viðskiptavin sinn. Kaupþing er annar stærsti eigandinn í Granda með fjórðungshlut og hefur komið sér upp óþægilegri stöðu fyrir ráðandi hluthafa. Hins vegar hefur bankinn farið mjög leynt með áform sín. Kaupin gætu því styrkt stöðu Vogunar.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×