Erlent

Nú er hægt að fá espresso í geimnum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Svona lítur stjórnborð kaffivélarinnar út.
Svona lítur stjórnborð kaffivélarinnar út. Mynd/Lavazza
Þremur dögum eftir að geimflaugin SpaceX Dragon var send á stað með byrgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar er hún komin á staðinn.

Það er sérstakt gleðiefni fyrir hina ítölsku Samönthu Christoforetti því í sendingunni var sérstaklega útbúin espresso kaffivél frá Lavazza sem henni var send.




Þetta er fyrsta espresso vélin sem send er út í geim en vélin, sem gengur undir nafninu ISSpresso, var sérstaklega útbúin til að hella upp á kaffi úti í geimnum. Vélin, sem er á stærð við örbylgjuofn, hellir upp á kaffið í sérstakan poka sem síðan er hægt að drekka úr.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×