Innlent

Notaði matarolíu sem eldneyti á Keili

Á myndinni má sjá Pushpu með nemendum Keilis að skella matarolíunni á bílinn.
Á myndinni má sjá Pushpu með nemendum Keilis að skella matarolíunni á bílinn.
Erlendur vísindamaður hjá Keili bjó til eldsneyti á díselbíl úr matarolíu. Notaði vísindamaðurinn rannsóknaraðstöðu Keilis til þess en nemendur lögðu til bílinn.  Og undrun gerðust – bílnum var ekið af stað, drifinn af matarolíu.  Lyktin var eins og af frönskum kartöflum.

Vísindamaðurinn heitir Pushpa Kathi og hefur dvalið síðustu þrjá mánuði hjá Keili, segir í tilkynningu.

Dvöl hennar hér fellur undir svokallaðan Science Fellow þar sem vísindafólki bandarísku er boðið að dvelja erlendis í því skyni að efla tengsl milli vísindafólks og koma á samstarfi.

Pushpa hefur skilað góðu verki því þegar eru komin af stað rannsóknarverkefni á vegum Keilis og bandarískra aðila.  Má þar nefna framleiðslu á metani úr lífrænum úrgangi, s.s.  hænsaskít, fiskúrgangi o.fl.  Ennfremur spennandi verkefni er lýtur að því að vinna metan úr jarðgufunni í Svartsengi.  Það verkefni tengist m.a. NASA, bandarísku geimferðastofnuninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×