Handbolti

Noregur burstaði Brasilíu og komst í 16 liða úrslitin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sander Sagosen var markahæstur.
Sander Sagosen var markahæstur. vísir/epa
Noregur átti ekki í neinum vandræðum með að rúlla yfir Brasilíu, 39-26, þegar liðin mættust í A-riðli HM 2017 í handbolta í dag en með sigrinum komust Norðmenn í 16 liða úrslitin.

Noregur var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13, en Norðmenn skoruðu svo 21 mark í þeim síðari og unnu á endanum þrettán marka sigur, 39-26.

Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með sjö mörk úr níu skotum en línumaðurinn sterki Bjarte Myrhol skoraði sex mörk úr níu skotum.

Tobjorn Bergerud, markvörður Noregs, varði þrettán skot í leiknum og var með 34 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Noregur er með sex stig eftir fjóra leiki en það er búið að vinna Pólland, Rússland og Brasilíu en tapa fyrir gestgjöfum Frakklands. Allt stefnir í að Noregur nái öðru sæti A-riðils en þá myndi það mæta Íslandi ef strákarnir okkar ná þriðja sæti B-riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×