Erlent

Norðmaður vann 6 milljarða króna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það getur oft verið til mikils að vinna í Eurojackpot.
Það getur oft verið til mikils að vinna í Eurojackpot. Vísir/Vilhelm
Einn heppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar, sem og báðar stjörnutölurnar, í Eurojackpot-útdrætti kvöldsins. Fær hann því í sinn hlut næstum 6 milljarða íslenskra króna, 5.877.958.900 krónur fyrir nákvæmnis sakir.

Miðinn var keyptur í bænum Hamri sem er um 90 kílómetrum norðan við höfuðborgina Osló.

Þá voru fjórir vinningshafar með 5 tölur réttar og eina stjörnutölu. Hver og einn fær í sinn hlut rúmlega 51 milljón íslenskra króna.

Tveir miðanna voru keyptir í Ungverjalandi en hinir tveir í Finnlandi.

Þrír vinningshafar; Þjóðverji, Ungverji og Finni, voru með allar tölur réttar en enga stjörnutölu. Þeir fá allir rúmlega 24 milljónir króna í vasann.

Enginn Íslendingur var með allar Jókertölur kvöldsins í réttri röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×