Nokkurra orða breyting varð að stórum mistökum Svavar Kjarrval skrifar 23. apríl 2014 07:00 Þann 10. apríl síðastliðinn tóku upplýsingalög aftur gildi hér á landi þegar rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna lauk störfum. Næst þegar Alþingi gefur út þingsályktun um að setja á fót rannsóknarnefnd munu þau aftur detta út. Hvernig má það vera? Í lögum um rannsóknarnefndir má finna eftirfarandi ákvæði (1.-2. málsliður 14. gr.): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki á meðan rannsóknarnefnd er að störfum. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ Með þessu ákvæði eru upplýsingalög, greinar 18-21 í persónuverndarlögum og langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar á meðan rannsóknarnefndir eru að störfum. Þetta þýðir að með þingsályktun getur Alþingi tekið úr sambandi afar mikilvæg réttindi sem gerir borgurum og fjölmiðlum kleift að stunda aðhald gagnvart hinu opinbera og sækja rétt sinn. Góðu og slæmu fréttirnar eru þær að hér var ekki um viljaverk að ræða. Góði hluti þeirra er að allir héldu áfram að veita upplýsingar í samræmi við anda upplýsingalaga og persónuverndarlaga og stjórnsýslan hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Réttarkerfið er sett upp þannig að í stað þess að allir séu réttlausir er horfið til svokallaðra óskráðra meginreglna en það vekur samt upp lagalega óvissu. Slæmi hluti fréttanna er sá að mistökin komust í gegnum Alþingi og svo virðist vera að enginn hafi minnst á þau opinberlega áður en þau urðu að lögum.Uppgötvaði ekki mistökin Sagan byrjaði þegar forsætisnefnd Alþingis setti fram frumvarp um rannsóknarnefndir desember 2010 og þar hljóðaði þetta svo (þingskjal 426 á 139. löggjafarþingi): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki um störf rannsóknarnefndar. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ (Parturinn með lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var fjarlægður síðar í ferlinu.) Þar var hugmyndin sú að afgreiðsla beiðna um upplýsingar frá rannsóknarnefndum gætu tafið rannsóknir og jafnvel skaðað rannsóknarhagsmuni. Í febrúarmánuði 2011 kemur allsherjarnefnd Alþingis fram með sitt álit ásamt breytingartillögum. Í umfjöllun um frumvarpið vill nefndin að aðilar mála sem rannsóknarnefndir hafa til skoðunar hafi rétt samkvæmt lögum að biðja um upplýsingarnar eftir að þær hafi lokið störfum. Hins vegar leggur nefndin til eftirfarandi breytingartillögu (þingskjal 895 á 139. löggjafarþingi): „Í stað orðanna „um störf rannsóknarnefndar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á meðan rannsóknarnefnd er að störfum.“ Raunáhrif tillögunnar voru að í stað þess að takmarka rétt þeirra sem voru undir rannsókn eingöngu, var því breytt þannig að enginn hér á landi hefði þann rétt, og ekki eingöngu gagnvart rannsóknarnefndum. Ekki bætir úr skák að hið breytta frumvarp fór aftur til nefndarinnar og lagði hún til frekari breytingar á þessum sama hluta frumvarpsins án þess að hún hefði uppgötvað mistökin. Í lagatúlkun er almenna reglan sú að lagatextinn er það sem gildir. Greinargerðir frumvarpa og nefndarálit eru eingöngu til skýringar sem þýðir að jafnvel þótt ætlan allsherjarnefndar hafi verið önnur, þá er raunin sú að um tíma voru engin upplýsingalög í gildi, heldur ekki nokkur ákvæði persónuverndarlaga og þar að auki voru langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar. Stundum þarf bara ein mistök í einni línu til þess að skaða rétt okkar með afdrifaríkum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þann 10. apríl síðastliðinn tóku upplýsingalög aftur gildi hér á landi þegar rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna lauk störfum. Næst þegar Alþingi gefur út þingsályktun um að setja á fót rannsóknarnefnd munu þau aftur detta út. Hvernig má það vera? Í lögum um rannsóknarnefndir má finna eftirfarandi ákvæði (1.-2. málsliður 14. gr.): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki á meðan rannsóknarnefnd er að störfum. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ Með þessu ákvæði eru upplýsingalög, greinar 18-21 í persónuverndarlögum og langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar á meðan rannsóknarnefndir eru að störfum. Þetta þýðir að með þingsályktun getur Alþingi tekið úr sambandi afar mikilvæg réttindi sem gerir borgurum og fjölmiðlum kleift að stunda aðhald gagnvart hinu opinbera og sækja rétt sinn. Góðu og slæmu fréttirnar eru þær að hér var ekki um viljaverk að ræða. Góði hluti þeirra er að allir héldu áfram að veita upplýsingar í samræmi við anda upplýsingalaga og persónuverndarlaga og stjórnsýslan hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Réttarkerfið er sett upp þannig að í stað þess að allir séu réttlausir er horfið til svokallaðra óskráðra meginreglna en það vekur samt upp lagalega óvissu. Slæmi hluti fréttanna er sá að mistökin komust í gegnum Alþingi og svo virðist vera að enginn hafi minnst á þau opinberlega áður en þau urðu að lögum.Uppgötvaði ekki mistökin Sagan byrjaði þegar forsætisnefnd Alþingis setti fram frumvarp um rannsóknarnefndir desember 2010 og þar hljóðaði þetta svo (þingskjal 426 á 139. löggjafarþingi): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki um störf rannsóknarnefndar. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ (Parturinn með lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var fjarlægður síðar í ferlinu.) Þar var hugmyndin sú að afgreiðsla beiðna um upplýsingar frá rannsóknarnefndum gætu tafið rannsóknir og jafnvel skaðað rannsóknarhagsmuni. Í febrúarmánuði 2011 kemur allsherjarnefnd Alþingis fram með sitt álit ásamt breytingartillögum. Í umfjöllun um frumvarpið vill nefndin að aðilar mála sem rannsóknarnefndir hafa til skoðunar hafi rétt samkvæmt lögum að biðja um upplýsingarnar eftir að þær hafi lokið störfum. Hins vegar leggur nefndin til eftirfarandi breytingartillögu (þingskjal 895 á 139. löggjafarþingi): „Í stað orðanna „um störf rannsóknarnefndar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á meðan rannsóknarnefnd er að störfum.“ Raunáhrif tillögunnar voru að í stað þess að takmarka rétt þeirra sem voru undir rannsókn eingöngu, var því breytt þannig að enginn hér á landi hefði þann rétt, og ekki eingöngu gagnvart rannsóknarnefndum. Ekki bætir úr skák að hið breytta frumvarp fór aftur til nefndarinnar og lagði hún til frekari breytingar á þessum sama hluta frumvarpsins án þess að hún hefði uppgötvað mistökin. Í lagatúlkun er almenna reglan sú að lagatextinn er það sem gildir. Greinargerðir frumvarpa og nefndarálit eru eingöngu til skýringar sem þýðir að jafnvel þótt ætlan allsherjarnefndar hafi verið önnur, þá er raunin sú að um tíma voru engin upplýsingalög í gildi, heldur ekki nokkur ákvæði persónuverndarlaga og þar að auki voru langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar. Stundum þarf bara ein mistök í einni línu til þess að skaða rétt okkar með afdrifaríkum hætti.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar