Innlent

Njósnatölva fannst á þingi - hafa Wikileaks grunaða

Dularfull tölva fannst í húsnæði á vegum Alþingis í febrúar á síðasta ári sem grunur leikur á að hafi haft þann tilgang að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. Morgunblaðið greinir frá því að starfsmenn Alþingis hafi kallað lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti.

Lögreglan hefur tekið tölvuna til rannsóknar, en grunur lék á að henni hefði verið komið fyrir til þess að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis, hlaða niður gögnum og senda í aðra tölvu. Búið var að má öll auðkenni af tölvunni, öll númer og þess háttar, þannig að það var ekki hægt að rekja hver átti hana. Líklegt er talið að tölvan hafi verið þannig stillt að gögn í tölvunni hafi eyðst við það að hún var tekin úr sambandi.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að jafnvel leiki grunur á að að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×