Erlent

Níu létust í árás á tékknesk hjálparsamtök

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Málið er í rannsókn en enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér þótt talíbanar séu grunaðir um verknaðinn.
Málið er í rannsókn en enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér þótt talíbanar séu grunaðir um verknaðinn. vísir/epa
Að minnsta kosti níu létust í árás sem gerð var á tékknesk hjálparsamtök í Balkh-héraði í norðurhluta Afganistan í nótt. Sjö þeirra voru hjálparstarfsmenn og tveir öryggisverðir.

Málið er í rannsókn en enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér þótt talíbanar séu grunaðir um verknaðinn.

Samtökin hafa staðið í hjálparstarfi í landinu frá árinu 2001. Árásum á erlend hjálparsamtök hefur fjölgað mjög í Afganistan síðusu mánuði, þrátt fyrir að talíbanar hafi gefið það út opinberlega að ekki skuli ráðast að slíkum mannúðarsamtökum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×