Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 11:47 Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. Vísir/GVA Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis var aðgerðin afar umfangsmikil en á milli fjörutíu og fimmtíu manns komu að henni. Naut embætti héraðssaksóknara liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögeglunnar á Vesturlandi og sömuleiðis sérfræðinga frá skattrannsóknarstjóra. Leikur grunur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir reynsluna úr aðgerðum í hrunmálunum koma embættinu vel í dag.Vísir/GVAFimm í gæsluvarðhaldi Aðgerðin hófst snemma morguns og var flestum handtökum og húsleitum lokið fyrir klukkan hálf tíu strax um morguninn. Auk hinna níu sem handtekin voru hafa verið teknar skýrslum af fjölda fólks sem tengist málinu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir sex hinna handteknu og féllst héraðsdómur á kröfuna yfir fimm þeirra. Fyrirtækin eru fleiri en tvö og starfa á suðvesturhorni landsins en ná þó ekki tug í fjölda. Flestir handteknu eru Íslendingar, að minnsta kosti sex, en þar eru þó einnig útlendingar. Starfsmennirnir eru grunaðir um stórfelld skattalagabrot, brot á bókhaldslögum, fjárdrátt og peningaþvætti. Þá var einnig komið upp um kannabisræktun í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að aðgerðin sé ein sú stærsta sem embættið, sem áður hét embætti sérstaks saksóknara, hafi gripið til. Aðgerðir, undirbúningur og verklag sé mjög sambærilegt við aðgerðir í hrunmálunum. Sú reynsla komi sér vel.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.VísirLögðu hald á milljónir í reiðufé Mikill undirbúningur hafi farið fram í síðustu viku en svo blásið til aðgerða sem fyrr segir snemma morguns á þriðjudag. Á milli 40 og 50 manns hafi komið að aðgerðunum um morguninn en að loknum handtökum og húsleitum hafi fækkað í þeim hópi. Það reiðufé sem lagt var hald á nemur nokkrum milljónum króna en heildarupphæðin, sem talið er að hafi verið skotið undan, er nærri milljarði króna. Starfsmennirnir í gæsluvarðhaldi dvelja á Litla-Hrauni þar sem yfirheyrslur fara fram. Þau verða að óbreyttu í gæsluvarðhaldi í viku en óvíst er á þessari stundu hvort ástæða þyki til að fara fram á framlengingu á varðhaldinu. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra sem hafði í kjölfarið samband við embætti Héraðssaksóknara þar sem aðgerðin hefur verið í undirbúningi. Skattrannsóknarstjóri hefur boðað aukið eftirlit í málum á borð við þessum. „Það hefur verið yfirlýst markmið að styrkja samstarfið á milli þessara aðila meira og grípa vonandi fyrr inn í,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssakóknari. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis var aðgerðin afar umfangsmikil en á milli fjörutíu og fimmtíu manns komu að henni. Naut embætti héraðssaksóknara liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögeglunnar á Vesturlandi og sömuleiðis sérfræðinga frá skattrannsóknarstjóra. Leikur grunur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir reynsluna úr aðgerðum í hrunmálunum koma embættinu vel í dag.Vísir/GVAFimm í gæsluvarðhaldi Aðgerðin hófst snemma morguns og var flestum handtökum og húsleitum lokið fyrir klukkan hálf tíu strax um morguninn. Auk hinna níu sem handtekin voru hafa verið teknar skýrslum af fjölda fólks sem tengist málinu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir sex hinna handteknu og féllst héraðsdómur á kröfuna yfir fimm þeirra. Fyrirtækin eru fleiri en tvö og starfa á suðvesturhorni landsins en ná þó ekki tug í fjölda. Flestir handteknu eru Íslendingar, að minnsta kosti sex, en þar eru þó einnig útlendingar. Starfsmennirnir eru grunaðir um stórfelld skattalagabrot, brot á bókhaldslögum, fjárdrátt og peningaþvætti. Þá var einnig komið upp um kannabisræktun í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að aðgerðin sé ein sú stærsta sem embættið, sem áður hét embætti sérstaks saksóknara, hafi gripið til. Aðgerðir, undirbúningur og verklag sé mjög sambærilegt við aðgerðir í hrunmálunum. Sú reynsla komi sér vel.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.VísirLögðu hald á milljónir í reiðufé Mikill undirbúningur hafi farið fram í síðustu viku en svo blásið til aðgerða sem fyrr segir snemma morguns á þriðjudag. Á milli 40 og 50 manns hafi komið að aðgerðunum um morguninn en að loknum handtökum og húsleitum hafi fækkað í þeim hópi. Það reiðufé sem lagt var hald á nemur nokkrum milljónum króna en heildarupphæðin, sem talið er að hafi verið skotið undan, er nærri milljarði króna. Starfsmennirnir í gæsluvarðhaldi dvelja á Litla-Hrauni þar sem yfirheyrslur fara fram. Þau verða að óbreyttu í gæsluvarðhaldi í viku en óvíst er á þessari stundu hvort ástæða þyki til að fara fram á framlengingu á varðhaldinu. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra sem hafði í kjölfarið samband við embætti Héraðssaksóknara þar sem aðgerðin hefur verið í undirbúningi. Skattrannsóknarstjóri hefur boðað aukið eftirlit í málum á borð við þessum. „Það hefur verið yfirlýst markmið að styrkja samstarfið á milli þessara aðila meira og grípa vonandi fyrr inn í,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssakóknari.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira