Níu dauðsföll vegna offitu á Íslandi 14. nóvember 2011 10:45 Átta konur og einn karl hafa dáið úr offitu hér á landi síðan árið 2002, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Þrjár konur létust árið 2009 og er það mesti fjöldi sem skráður hefur verið. Ekki eru komnar tölur frá Landlækni fyrir árið 2010. Íslenska þjóðin er sú feitasta á Vesturlöndum á eftir þeirri bandarísku og í sjötta sæti af ríkjum OECD. Árið 1990 voru átta prósent þjóðarinnar of feit og var hlutfallið orðið 12 prósent árið 2002. Hlutfallið hefur hækkað mikið síðan þá og árið 2009 mældist 21 prósent Íslendinga með offitu. Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, segir að ef ekkert verði að gert megi búast við hrinu ótímabærra dauðsfalla á næstu árum og áratugum. „Það getur orðið sprenging í hjartaáföllum á næstu árum. Á því er ekki nokkur einasti vafi að ef ekki verður brugðist við þessu stöndum við frammi fyrir ótímabærum dauðsföllum í auknum mæli,“ útskýrir Vilmundur. Hann segir dauðsföllum af völdum hjartaáfalls þó hafa fækkað á síðustu árum og það skýrist langmest af minni neyslu kólesteróls og mettaðrar fitu, breytingar á reykingavenjum og lækkun blóðþrýstings. „Þetta voru um 300 dauðsföll á ári sem spöruðust við breytingu á lífstíl. En þyngdin vann þar á móti,“ segir hann. „Menn verða að átta sig á því að offitan er hinn þögli dauði.“ Vilmundur hefur séð mikla fjölgun offitusjúklinga á síðustu árum og þá sér í lagi fjölgun þess fólks sem er lífshættulega feitt. „Það er fólk sem getur ekki hreyft sig, getur ekki séð um sig sjálft og er sennilega um eða yfir 200 kíló. Maður hefur séð mikla fjölgun einstaklinga með það vandamál.“ Um 350 manns eru nú á biðlista eftir því að komast í offitumeðferð á Reykjalundi, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Um 100 manns geta verið í fullri meðferð í einu, en stofnunin fær um 250 til 270 beiðnir á hverju ári. Dæmi eru um að fólk sem vill komast í meðferð sé í þrefaldri kjörþyngd, en sem stendur er um 17 mánaða bið eftir meðferð.- sv Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Átta konur og einn karl hafa dáið úr offitu hér á landi síðan árið 2002, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Þrjár konur létust árið 2009 og er það mesti fjöldi sem skráður hefur verið. Ekki eru komnar tölur frá Landlækni fyrir árið 2010. Íslenska þjóðin er sú feitasta á Vesturlöndum á eftir þeirri bandarísku og í sjötta sæti af ríkjum OECD. Árið 1990 voru átta prósent þjóðarinnar of feit og var hlutfallið orðið 12 prósent árið 2002. Hlutfallið hefur hækkað mikið síðan þá og árið 2009 mældist 21 prósent Íslendinga með offitu. Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, segir að ef ekkert verði að gert megi búast við hrinu ótímabærra dauðsfalla á næstu árum og áratugum. „Það getur orðið sprenging í hjartaáföllum á næstu árum. Á því er ekki nokkur einasti vafi að ef ekki verður brugðist við þessu stöndum við frammi fyrir ótímabærum dauðsföllum í auknum mæli,“ útskýrir Vilmundur. Hann segir dauðsföllum af völdum hjartaáfalls þó hafa fækkað á síðustu árum og það skýrist langmest af minni neyslu kólesteróls og mettaðrar fitu, breytingar á reykingavenjum og lækkun blóðþrýstings. „Þetta voru um 300 dauðsföll á ári sem spöruðust við breytingu á lífstíl. En þyngdin vann þar á móti,“ segir hann. „Menn verða að átta sig á því að offitan er hinn þögli dauði.“ Vilmundur hefur séð mikla fjölgun offitusjúklinga á síðustu árum og þá sér í lagi fjölgun þess fólks sem er lífshættulega feitt. „Það er fólk sem getur ekki hreyft sig, getur ekki séð um sig sjálft og er sennilega um eða yfir 200 kíló. Maður hefur séð mikla fjölgun einstaklinga með það vandamál.“ Um 350 manns eru nú á biðlista eftir því að komast í offitumeðferð á Reykjalundi, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Um 100 manns geta verið í fullri meðferð í einu, en stofnunin fær um 250 til 270 beiðnir á hverju ári. Dæmi eru um að fólk sem vill komast í meðferð sé í þrefaldri kjörþyngd, en sem stendur er um 17 mánaða bið eftir meðferð.- sv
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent