Níu dauðsföll vegna offitu á Íslandi 14. nóvember 2011 10:45 Átta konur og einn karl hafa dáið úr offitu hér á landi síðan árið 2002, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Þrjár konur létust árið 2009 og er það mesti fjöldi sem skráður hefur verið. Ekki eru komnar tölur frá Landlækni fyrir árið 2010. Íslenska þjóðin er sú feitasta á Vesturlöndum á eftir þeirri bandarísku og í sjötta sæti af ríkjum OECD. Árið 1990 voru átta prósent þjóðarinnar of feit og var hlutfallið orðið 12 prósent árið 2002. Hlutfallið hefur hækkað mikið síðan þá og árið 2009 mældist 21 prósent Íslendinga með offitu. Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, segir að ef ekkert verði að gert megi búast við hrinu ótímabærra dauðsfalla á næstu árum og áratugum. „Það getur orðið sprenging í hjartaáföllum á næstu árum. Á því er ekki nokkur einasti vafi að ef ekki verður brugðist við þessu stöndum við frammi fyrir ótímabærum dauðsföllum í auknum mæli,“ útskýrir Vilmundur. Hann segir dauðsföllum af völdum hjartaáfalls þó hafa fækkað á síðustu árum og það skýrist langmest af minni neyslu kólesteróls og mettaðrar fitu, breytingar á reykingavenjum og lækkun blóðþrýstings. „Þetta voru um 300 dauðsföll á ári sem spöruðust við breytingu á lífstíl. En þyngdin vann þar á móti,“ segir hann. „Menn verða að átta sig á því að offitan er hinn þögli dauði.“ Vilmundur hefur séð mikla fjölgun offitusjúklinga á síðustu árum og þá sér í lagi fjölgun þess fólks sem er lífshættulega feitt. „Það er fólk sem getur ekki hreyft sig, getur ekki séð um sig sjálft og er sennilega um eða yfir 200 kíló. Maður hefur séð mikla fjölgun einstaklinga með það vandamál.“ Um 350 manns eru nú á biðlista eftir því að komast í offitumeðferð á Reykjalundi, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Um 100 manns geta verið í fullri meðferð í einu, en stofnunin fær um 250 til 270 beiðnir á hverju ári. Dæmi eru um að fólk sem vill komast í meðferð sé í þrefaldri kjörþyngd, en sem stendur er um 17 mánaða bið eftir meðferð.- sv Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Átta konur og einn karl hafa dáið úr offitu hér á landi síðan árið 2002, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Þrjár konur létust árið 2009 og er það mesti fjöldi sem skráður hefur verið. Ekki eru komnar tölur frá Landlækni fyrir árið 2010. Íslenska þjóðin er sú feitasta á Vesturlöndum á eftir þeirri bandarísku og í sjötta sæti af ríkjum OECD. Árið 1990 voru átta prósent þjóðarinnar of feit og var hlutfallið orðið 12 prósent árið 2002. Hlutfallið hefur hækkað mikið síðan þá og árið 2009 mældist 21 prósent Íslendinga með offitu. Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, segir að ef ekkert verði að gert megi búast við hrinu ótímabærra dauðsfalla á næstu árum og áratugum. „Það getur orðið sprenging í hjartaáföllum á næstu árum. Á því er ekki nokkur einasti vafi að ef ekki verður brugðist við þessu stöndum við frammi fyrir ótímabærum dauðsföllum í auknum mæli,“ útskýrir Vilmundur. Hann segir dauðsföllum af völdum hjartaáfalls þó hafa fækkað á síðustu árum og það skýrist langmest af minni neyslu kólesteróls og mettaðrar fitu, breytingar á reykingavenjum og lækkun blóðþrýstings. „Þetta voru um 300 dauðsföll á ári sem spöruðust við breytingu á lífstíl. En þyngdin vann þar á móti,“ segir hann. „Menn verða að átta sig á því að offitan er hinn þögli dauði.“ Vilmundur hefur séð mikla fjölgun offitusjúklinga á síðustu árum og þá sér í lagi fjölgun þess fólks sem er lífshættulega feitt. „Það er fólk sem getur ekki hreyft sig, getur ekki séð um sig sjálft og er sennilega um eða yfir 200 kíló. Maður hefur séð mikla fjölgun einstaklinga með það vandamál.“ Um 350 manns eru nú á biðlista eftir því að komast í offitumeðferð á Reykjalundi, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Um 100 manns geta verið í fullri meðferð í einu, en stofnunin fær um 250 til 270 beiðnir á hverju ári. Dæmi eru um að fólk sem vill komast í meðferð sé í þrefaldri kjörþyngd, en sem stendur er um 17 mánaða bið eftir meðferð.- sv
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira