Níu ár síđan leikmađur skorađi af svona löngu fćri í NBA | Myndband

 
Körfubolti
13:30 09. FEBRÚAR 2016
Andre Drummond fćr hér harđar móttökur í leik í NBA.
Andre Drummond fćr hér harđar móttökur í leik í NBA. VÍSIR/EPA

Andre Drummond, miðherji Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta, þykir vera allt annað en góður skotmaður utan af velli og vítanýting hans er hræðileg. Hann skoraði samt ótrúlega körfu í leik á móti Toronto Raptors í nótt.

Drummond endaði þriðja leikhlutann á því að vinna boltann og kasta honum yfir allan völlinn rétt áður en leiktíminn rann út.

Langskot Drummond, sem var innan eigin þriggja stiga línu sveifa alla leið og fór beint ofan í körfuna hinum megin. Þriggja stiga karfa en ætti kannski að vera sex stiga karfa enda var Andre Drummond á bak við tvær þriggja stiga línur þegar hann skaut.

Andre Drummond tók skot sitt af 71 feta færi sem eru tæplega 22 metrar. Það er hægt að sjá körfuna hans í myndbandinu hér fyrir neðan.

Leikmaður hafði ekki skorað körfu af lengra færi í NBA-deildinni í níu ár eða síðan að LeBron James skoraði yfir allan völlinn árið 2007.

Slæm skotnýting Andre Drummond (17 prósent skotnýting af 10 til 15 feta færi) og skelfileg vítanýting (35 prósent) hafa verið til umræðu á þessu tímabili en besti frákastari deildarinnar náði aðeins að svara fyrir sig með þessari ótrúlegu körfu.

Andre Drummond og félagar í Detroit Pistons liðinu þurftu þó að sætta sig við tap í leiknum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Níu ár síđan leikmađur skorađi af svona löngu fćri í NBA | Myndband
Fara efst