Niðurstöðum um dauðatíma hvala verður haldið leyndum Svavar Hávarðsson skrifar 3. júlí 2014 09:58 Deilt er um hvort veiðiaðferðir við hvalveiðar eru skilvirkar og dýrin deyi samstundis þegar þau eru skotin. Fréttablaðið/jse Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira