Niðurskurð strax! Kristinn Már Ársælsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Reksturinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðanum. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkissjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrirtækjum, um rekstur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús. Hins vegar er minna fjallað um rekstur náttúrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auðlindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig viðhalda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum.Í mínus Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega. Ímyndaðu þér að heimilisbókhaldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál. Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslendingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu. Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til viðbótar til að standa undir rekstrinum. Þær eru ekki til. Þegar náttúruauðlindir klárast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfisbreyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málmur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vistkerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni. Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo valmöguleika. Gera ekkert eða eitthvað. Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það?Sjálfbær rekstur Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (framleiðslu og neyslu) þannig að tekjurnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niðurskurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverfisins, skilyrði í lögum um sjálfbæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifalinn í verði vöru, umhverfisvottun sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri. Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni. Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svansmerkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru samfélagi. Hafðu áhrif á fólk í kringum þig. Leiktu þér með fjölskyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar náttúru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega. Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf. Þeir sem fara með völd almennings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúruna í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Reksturinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðanum. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkissjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrirtækjum, um rekstur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús. Hins vegar er minna fjallað um rekstur náttúrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auðlindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig viðhalda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum.Í mínus Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega. Ímyndaðu þér að heimilisbókhaldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál. Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslendingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu. Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til viðbótar til að standa undir rekstrinum. Þær eru ekki til. Þegar náttúruauðlindir klárast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfisbreyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málmur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vistkerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni. Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo valmöguleika. Gera ekkert eða eitthvað. Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það?Sjálfbær rekstur Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (framleiðslu og neyslu) þannig að tekjurnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niðurskurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverfisins, skilyrði í lögum um sjálfbæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifalinn í verði vöru, umhverfisvottun sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri. Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni. Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svansmerkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru samfélagi. Hafðu áhrif á fólk í kringum þig. Leiktu þér með fjölskyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar náttúru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega. Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf. Þeir sem fara með völd almennings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúruna í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun