Niðurrifsstarfsemi eða nútíma lýðræði Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifar 16. júlí 2010 06:00 Margir þingmenn leggja nú allt kapp á að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þannig leggjast þeir gegn því að kjósendur fái að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þeir leggjast einnig gegn því að látið verði á það reyna í viðræðum við ESB hvort að við Íslendingar fáum ásættanlegan samning í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og uppbyggingarmálum og hvort að sambandið sé reiðubúið að aðstoða Seðlabankann við að styrkja stöðu krónunnar áður en tekin verður upp evra. Þetta er ekki lýðræðislegur málflutningur og ekki til þess fallinn að efla trúverðugleika þingheims þar sem kjósendur hafa ákaft kallað eftir beinu lýðræði. Þessi forræðishyggja ber heldur ekki vott um að þingmenn treysti kjósendum. Almenningur kallar eftir breyttum og lýðræðislegri vinnubröðum á þingi, hjá stjórnmálaflokkum og þingmönnum. Það að ganga gegn rétti kjósenda til að greiða atkvæði um aðildarsamning við ESB ber ekki vott um ný og bætt vinnubrögð heldur gamaldags niðurrifsstarfsemi, pólitískt karp og refskák. Á þessum erfiðum tímum ættu stjórnmálamenn að vinna saman og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar í viðræðum við ESB. Kjósendur eiga skýlausan rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Treystum þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir þingmenn leggja nú allt kapp á að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þannig leggjast þeir gegn því að kjósendur fái að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þeir leggjast einnig gegn því að látið verði á það reyna í viðræðum við ESB hvort að við Íslendingar fáum ásættanlegan samning í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og uppbyggingarmálum og hvort að sambandið sé reiðubúið að aðstoða Seðlabankann við að styrkja stöðu krónunnar áður en tekin verður upp evra. Þetta er ekki lýðræðislegur málflutningur og ekki til þess fallinn að efla trúverðugleika þingheims þar sem kjósendur hafa ákaft kallað eftir beinu lýðræði. Þessi forræðishyggja ber heldur ekki vott um að þingmenn treysti kjósendum. Almenningur kallar eftir breyttum og lýðræðislegri vinnubröðum á þingi, hjá stjórnmálaflokkum og þingmönnum. Það að ganga gegn rétti kjósenda til að greiða atkvæði um aðildarsamning við ESB ber ekki vott um ný og bætt vinnubrögð heldur gamaldags niðurrifsstarfsemi, pólitískt karp og refskák. Á þessum erfiðum tímum ættu stjórnmálamenn að vinna saman og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar í viðræðum við ESB. Kjósendur eiga skýlausan rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Treystum þjóðinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar