Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. apríl 2016 07:00 "Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi um niðurrif hússins við Tryggvagötu. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég sá þetta gerast á miðvikudag. Ég varð öskureiður og hissa. Þetta er óskiljanlegt athæfi,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um niðurrif hundrað ára gamals húss á Tryggvagötu 12, svokallaðs Exeter-húss. Um er að ræða hús sem byggt er árið 1904 og er friðað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum ef málsbætur eru. Hjálmar segir að tafarlaust þurfi að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Hins vegar þurfi að skoða hvernig það rími við stjórnsýsluna. Mannverk ber ábyrgð á framkvæmdum á reitnum. Ávallt mun hafa staðið til að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Veitt var leyfi til að rífa hluta hússins til undirbúnings endurbóta. Byggingarfulltrúi borgarinnar, Nikulás Úlfar Másson, segist líta niðurrifið gífurlega alvarlegum augum. Embættið hafi kært það til lögreglu. Nikulás Úlfar kveðst hafa fengið SMS um að verið væri að rífa húsið. Hann hafi hins vegar ekki séð það fyrr en um kvöldið. „Það tekur stutta stund að rífa svona hús með stórvirkum vinnuvélum, líklega innan við hálftíma,“ segir Nikulás Úlfar sem kveður ekki hafa verið hægt að stöðva niðurrifið nema hafa beinlínis verið á staðnum eftir að hafist var handa með hinni stórvirku vinnuvél. „Við vorum hins vegar mættir til að stöðva framkvæmdir á reitnum klukkan tíu mínútur í átta daginn eftir og lokuðum aðkomu að honum. Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi og niðurrifið er ólöglegt. Þeir segjast hafa talið að þeir væru í fullum rétti að rífa húsið. Það væri ekkert hægt að eiga við þetta hús,“ útskýrir byggingarfulltrúinn. Á Norðurlöndum eru víða harðar refsingar við brotum sem þessum. Í Noregi þekkist að menn séu sviptir byggingarleyfi ævilangt og þá eiga menn yfir höfði sér fangelsisvist. Það mun á endanum verða byggingarfulltrúi sem tekur ákvörðun um aðgerðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Ég sá þetta gerast á miðvikudag. Ég varð öskureiður og hissa. Þetta er óskiljanlegt athæfi,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um niðurrif hundrað ára gamals húss á Tryggvagötu 12, svokallaðs Exeter-húss. Um er að ræða hús sem byggt er árið 1904 og er friðað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum ef málsbætur eru. Hjálmar segir að tafarlaust þurfi að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Hins vegar þurfi að skoða hvernig það rími við stjórnsýsluna. Mannverk ber ábyrgð á framkvæmdum á reitnum. Ávallt mun hafa staðið til að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Veitt var leyfi til að rífa hluta hússins til undirbúnings endurbóta. Byggingarfulltrúi borgarinnar, Nikulás Úlfar Másson, segist líta niðurrifið gífurlega alvarlegum augum. Embættið hafi kært það til lögreglu. Nikulás Úlfar kveðst hafa fengið SMS um að verið væri að rífa húsið. Hann hafi hins vegar ekki séð það fyrr en um kvöldið. „Það tekur stutta stund að rífa svona hús með stórvirkum vinnuvélum, líklega innan við hálftíma,“ segir Nikulás Úlfar sem kveður ekki hafa verið hægt að stöðva niðurrifið nema hafa beinlínis verið á staðnum eftir að hafist var handa með hinni stórvirku vinnuvél. „Við vorum hins vegar mættir til að stöðva framkvæmdir á reitnum klukkan tíu mínútur í átta daginn eftir og lokuðum aðkomu að honum. Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi og niðurrifið er ólöglegt. Þeir segjast hafa talið að þeir væru í fullum rétti að rífa húsið. Það væri ekkert hægt að eiga við þetta hús,“ útskýrir byggingarfulltrúinn. Á Norðurlöndum eru víða harðar refsingar við brotum sem þessum. Í Noregi þekkist að menn séu sviptir byggingarleyfi ævilangt og þá eiga menn yfir höfði sér fangelsisvist. Það mun á endanum verða byggingarfulltrúi sem tekur ákvörðun um aðgerðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira