Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. apríl 2015 07:00 Vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar er í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. Forsætisráðherra vonast til að þau verði lögð fram á næstunni. vísir/vilhelm Lán Íbúðarlánasjóðs til einstaklinga nema um 600 milljörðum króna, eins og kemur fram í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2014.Þau eru öll verðtryggð. Í nýjasta yfirliti Seðlabankans kemur fram að verðtryggð lán vegna húsnæðiskaupa nema 450 milljörðum króna. Þegar við bætist um 200 milljarða lán lífeyrissjóðanna liggur fyrir að samanlögð upphæð verðtryggða húsnæðislána á Íslandi er rétt um 1.200 milljarðar króna. Hækkun verðbólgu um eitt prósent hækkar því þessi lán um 12 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir afar mikilvægt að hafa þetta í huga í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. „Húsnæðislánin eru ein af ástæðunum fyrir því að það er mikilvægt að forðast það að verðbólgan fari aftur á skrið,“ segir Sigmundur og nefndir einnig að fátt dragi jafn mikið úr kaupmætti og komi í veg fyrir kaupmáttaraukningu og verðbólga. „Hvað varðar svo húsnæðismálin sérstaklega þá er það jú eitt atriði, en þar er mikilvægt að hafa í huga vegna umræðu sem hefur orðið að leiðréttingin er í raun verðtryggð líka, því mun meiri sem verðbólgan er þeim mun meira munar um að leiðréttingin hafi átt sér stað. Það breytir þó ekki því að það er engu að síður stórhættulegt og mjög skaðlegt að verðbólgan fari af stað. Þess vegna hlýtur að vera mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir það.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir að verðbólga mundi hafa töluverð áhrif á skuldaniðurfærsluna. „Verðbólgan étur upp þessa niðurfærslu á lánunum. Niðurfærslan er náttúrulega verðbólguhvetjandi, það er bara spurning um hversu mikil áhrifin verða. Allar þessar stærðir tengjast hins vegar. Um leið og laun byrja að hækka fer fasteignaverð að hækka. Það er því ekkert ólíklegt að það eigið fé sem búið var til hjá fólki með skuldaniðurfærslunni haldi sér.“Afnám verðtryggingar væntanlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar gangi vel. „Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Sigmundur treystir sér ekki til að segja hvenær von sé á þeim frumvöprum, vonandi áður en langt um líður. En nást þau á yfirstandandi þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“ Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Lán Íbúðarlánasjóðs til einstaklinga nema um 600 milljörðum króna, eins og kemur fram í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2014.Þau eru öll verðtryggð. Í nýjasta yfirliti Seðlabankans kemur fram að verðtryggð lán vegna húsnæðiskaupa nema 450 milljörðum króna. Þegar við bætist um 200 milljarða lán lífeyrissjóðanna liggur fyrir að samanlögð upphæð verðtryggða húsnæðislána á Íslandi er rétt um 1.200 milljarðar króna. Hækkun verðbólgu um eitt prósent hækkar því þessi lán um 12 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir afar mikilvægt að hafa þetta í huga í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. „Húsnæðislánin eru ein af ástæðunum fyrir því að það er mikilvægt að forðast það að verðbólgan fari aftur á skrið,“ segir Sigmundur og nefndir einnig að fátt dragi jafn mikið úr kaupmætti og komi í veg fyrir kaupmáttaraukningu og verðbólga. „Hvað varðar svo húsnæðismálin sérstaklega þá er það jú eitt atriði, en þar er mikilvægt að hafa í huga vegna umræðu sem hefur orðið að leiðréttingin er í raun verðtryggð líka, því mun meiri sem verðbólgan er þeim mun meira munar um að leiðréttingin hafi átt sér stað. Það breytir þó ekki því að það er engu að síður stórhættulegt og mjög skaðlegt að verðbólgan fari af stað. Þess vegna hlýtur að vera mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir það.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir að verðbólga mundi hafa töluverð áhrif á skuldaniðurfærsluna. „Verðbólgan étur upp þessa niðurfærslu á lánunum. Niðurfærslan er náttúrulega verðbólguhvetjandi, það er bara spurning um hversu mikil áhrifin verða. Allar þessar stærðir tengjast hins vegar. Um leið og laun byrja að hækka fer fasteignaverð að hækka. Það er því ekkert ólíklegt að það eigið fé sem búið var til hjá fólki með skuldaniðurfærslunni haldi sér.“Afnám verðtryggingar væntanlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar gangi vel. „Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Sigmundur treystir sér ekki til að segja hvenær von sé á þeim frumvöprum, vonandi áður en langt um líður. En nást þau á yfirstandandi þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira