Erlent

Nick Clegg vill aðskilnað ríkis og kirkju

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Nick Clegg
Nick Clegg Nordicphotos/AFP
Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, vill að skilið verði með formlegum hætti á milli ensku biskupakirkjunnar og breska ríkisins.

Verði þetta að veruleika yrði Elísabet Bretadrottning að öllum líkindum ekki yfirboðari kirkjunnar lengur.

Breska dagblaðið The Telegraph skýrir frá þessu á vefsíðum sínum.

Breskir kóngar og drottningar hafa verið yfirboðarar ensku biskupakirkjunnar allar götur frá árinu 1534, þegar Hinrik áttundi komst í ónáð hjá páfanum og setti í kjölfarið ensku biskupakirkjuna á stofn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×