Innlent

Neyðarmóttaka Landspítala sér ekki ástæðu til frekari aðkomu á Þjóðhátíð

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Svo virðist sem þær upplýsingar sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum vill halda leyndum muni engu að síður rata til fjölmiðla á meðan á Þjóðhátíð stendur.
Svo virðist sem þær upplýsingar sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum vill halda leyndum muni engu að síður rata til fjölmiðla á meðan á Þjóðhátíð stendur. Vísir/Vilhelm
Í gær bauð Þjóðhátíðarnefnd Neyðarmóttöku Landspítalans að koma í Eyjar til þess að fara yfir forvarnarstarf, gæslu og viðbragðsteymi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þetta var gert eftir að sjö hljómsveitir sem koma áttu fram á hátíðinni tilkynntu að þær myndu hætta við framkomu sína nema að stefnubreyting yrði gerð hjá lögreglustjóra varðandi upplýsingagjöf til fjölmiðla um kynferðisbrot.

Landspítalinn sendi rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þess efnis að þeir sæju ekki ástæðu til þess að svara því kalli. Sú ákvörðun var tekin af grundvelli starfshóps dómsmálaráðherra sem árið 2002 yfirfór reglur varðandi útihátíðir með skýrslugerð. Þar voru ábendingar um atriði sem betur mætti fara í því skyni að auka öryggi samkomugesta á útihátíðum. Í tilkynningunni segir að Landsspítalinn geri ráð fyrir því að farið sé eftir þeim tillögum.

Einnig kemur fram í tilkynningunni að Neyðarmóttakan mun áfram veita fjölmiðlum ópersónulegar upplýsingar um þau mál sem rata til þeirra á meðan á hátíðinni stendur. Það er þvert á verklag Páley Borgþórsdóttur sem segist einungis gefa slíkar upplýsingar til fjölmiðla þegar ljóst er að þær ógni ekki rannsóknarhagsmunum lögreglunnar á staðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×