Erlent

Neyðarástand í Charlotte: Ráðist á fréttamann í beinni útsendingu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ríkisstjóri Norður-Karólínu hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni Charlotte en þar brutust út óeirðir aðra nóttina í röð. Mörg hundruð manns hafa mótmælt lögregluofbeldi í borginni, eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana. Þjóðvarðliðið er nú á leið á svæðið til að aðstoða lögregluna

Mótmælin fóru friðsamlega fram í fyrstu, eða allt þar til skotið var úr byssu með þeim afleiðingum að einn særðist. Mótmælendur hófu þá að kveikja elda, brjóta rúður og kasta grjóti og öðru lauslegu að lögregu.

Lögregla svaraði fyrir sig með táragasi, en alls særðist fjórir lögreglumenn í átökunum. Einn særðist alvarlega í fyrrinótt. Þá var jafnframt ráðist á nokkra blaðamenn í nótt sem og fréttamann CNN í beinni útsendingu, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Maðurinn sem lögreglan skaut hét Keith Lamont Scott og var 43 ára. Lögregla fullyrðir að hann hafi verið vopnaður en ættingjar hans segja hann hafa verið með bók í hönd, ekki byssu.

Líkt og sjá má fyrir neðan eru mótmælin afar hörð, en mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin að undanförnu vegna lögregluofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×