Viðskipti erlent

Neyðaraðgerðir í Englandi vegna kreppunnar

BBI skrifar
Sir Mervyn King, seðlabankastjóri Englands.
Sir Mervyn King, seðlabankastjóri Englands.
Englendingar tilkynntu í gær að enskir bankar muni fá hjálp frá Seðlabanka landsins og Fjármálaráðuneytinu sem gæti numið allt að 80 milljörðum punda (rúmum 15.000 milljörðum króna).

Sir Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði að bankar landsins gætu fengið aðstoð við fjármögnun á afar hagstæðum kjörum ef þeir létu viðskiptavini sína njóta góðs af. Með þessu vilja Englendingar örva lánastarfsemi í einkageiranum og bregðast við „verstu kreppu Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina".

Osborne telur að ástandið í Evrópu muni versna áður en það skánar aftur og fullyrti að það væri kominn tími til að grípa til aðgerða.

Sem stendur er allt á suðupunkti í Evrópusambandinu. Til að mynda sagði utanríkisráðherra Spánar í gær að framtíð ESB myndi ráðast á allra næstu dögum, mögulega á næstu klukkutímum. Við sama tækifæri minnti Angela Merkel, kannslari Þýskalands á að styrkur Þjóðverja væri ekki óendanlegur.

Umfjöllun The Guardian um málið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×