Netpungum smyglað á Litla-Hraun: Fangelsisyfirvöld vilja hleypa föngum á netið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2015 08:00 Fjöldi fanga sætir agaviðurlögum vegna ólöglegrar netnotkunar. vísir/e.ól. „Ég myndi vilja að fangar geti haft aðgang að netinu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem telur að endurskoða eigi lög sem banna föngum að hafa nettengdar tölvur. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn þá einangraðri frá samfélaginu. Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðlilegur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu og þannig draga úr neikvæðum afleiðingum frelsissviptingar,“ segir Páll.Margrét Frímannsdóttir, yfirmaður í fangelsinu að Litla-Hrauni, tekur í sama streng. Netið sé tækni sem allir noti og nauðsynlegt fyrir alla að kunna á. „Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Ef fangar misnotuðu netaðgang yrðu refsingar hertar. „Ég myndi vilja að allir fangar, nema þeir sem sæta agaviðurlögum, hafi aðgang að netinu. Það yrðu þó að vera einhverjar takmarkanir,“ segir Páll. Að undanförnu hefur það aukist að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið „Fangaverðir eru sífellt að finna netpunga sem hefur verið smyglað inn. Þá er brugðist við því strax,“ segir Páll. Páll Winkel fréttablaðið/gvaNetpungar gera fólki kleift að tengjast netinu hvar sem er. „Tækninni fleygir fram og eðli málsins samkvæmt hefur það áhrif á að þessu sé smyglað inn í fangelsið,“ segir Margrét. Páll segir að það fari mikil vinna í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í herbergjum sínum. „Við erum þó ekki með neinn sem fylgist sérstaklega með því hvort fangar séu á samfélagsmiðlum en ef við fáum ábendingar könnum við málið,“ segir Páll. Töluverður fjöldi agaviðurlaga á Litla-Hrauni er vegna netnotkunar. „Þeir missa tölvuna fyrst í mánuð og svo ef það gerist aftur missa þeir tölvuna í tvo mánuði,“ segir Margrét. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Ég myndi vilja að fangar geti haft aðgang að netinu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem telur að endurskoða eigi lög sem banna föngum að hafa nettengdar tölvur. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn þá einangraðri frá samfélaginu. Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðlilegur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu og þannig draga úr neikvæðum afleiðingum frelsissviptingar,“ segir Páll.Margrét Frímannsdóttir, yfirmaður í fangelsinu að Litla-Hrauni, tekur í sama streng. Netið sé tækni sem allir noti og nauðsynlegt fyrir alla að kunna á. „Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Ef fangar misnotuðu netaðgang yrðu refsingar hertar. „Ég myndi vilja að allir fangar, nema þeir sem sæta agaviðurlögum, hafi aðgang að netinu. Það yrðu þó að vera einhverjar takmarkanir,“ segir Páll. Að undanförnu hefur það aukist að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið „Fangaverðir eru sífellt að finna netpunga sem hefur verið smyglað inn. Þá er brugðist við því strax,“ segir Páll. Páll Winkel fréttablaðið/gvaNetpungar gera fólki kleift að tengjast netinu hvar sem er. „Tækninni fleygir fram og eðli málsins samkvæmt hefur það áhrif á að þessu sé smyglað inn í fangelsið,“ segir Margrét. Páll segir að það fari mikil vinna í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í herbergjum sínum. „Við erum þó ekki með neinn sem fylgist sérstaklega með því hvort fangar séu á samfélagsmiðlum en ef við fáum ábendingar könnum við málið,“ segir Páll. Töluverður fjöldi agaviðurlaga á Litla-Hrauni er vegna netnotkunar. „Þeir missa tölvuna fyrst í mánuð og svo ef það gerist aftur missa þeir tölvuna í tvo mánuði,“ segir Margrét.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira