Netpungum smyglað á Litla-Hraun: Fangelsisyfirvöld vilja hleypa föngum á netið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2015 08:00 Fjöldi fanga sætir agaviðurlögum vegna ólöglegrar netnotkunar. vísir/e.ól. „Ég myndi vilja að fangar geti haft aðgang að netinu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem telur að endurskoða eigi lög sem banna föngum að hafa nettengdar tölvur. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn þá einangraðri frá samfélaginu. Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðlilegur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu og þannig draga úr neikvæðum afleiðingum frelsissviptingar,“ segir Páll.Margrét Frímannsdóttir, yfirmaður í fangelsinu að Litla-Hrauni, tekur í sama streng. Netið sé tækni sem allir noti og nauðsynlegt fyrir alla að kunna á. „Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Ef fangar misnotuðu netaðgang yrðu refsingar hertar. „Ég myndi vilja að allir fangar, nema þeir sem sæta agaviðurlögum, hafi aðgang að netinu. Það yrðu þó að vera einhverjar takmarkanir,“ segir Páll. Að undanförnu hefur það aukist að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið „Fangaverðir eru sífellt að finna netpunga sem hefur verið smyglað inn. Þá er brugðist við því strax,“ segir Páll. Páll Winkel fréttablaðið/gvaNetpungar gera fólki kleift að tengjast netinu hvar sem er. „Tækninni fleygir fram og eðli málsins samkvæmt hefur það áhrif á að þessu sé smyglað inn í fangelsið,“ segir Margrét. Páll segir að það fari mikil vinna í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í herbergjum sínum. „Við erum þó ekki með neinn sem fylgist sérstaklega með því hvort fangar séu á samfélagsmiðlum en ef við fáum ábendingar könnum við málið,“ segir Páll. Töluverður fjöldi agaviðurlaga á Litla-Hrauni er vegna netnotkunar. „Þeir missa tölvuna fyrst í mánuð og svo ef það gerist aftur missa þeir tölvuna í tvo mánuði,“ segir Margrét. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Ég myndi vilja að fangar geti haft aðgang að netinu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem telur að endurskoða eigi lög sem banna föngum að hafa nettengdar tölvur. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn þá einangraðri frá samfélaginu. Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðlilegur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu og þannig draga úr neikvæðum afleiðingum frelsissviptingar,“ segir Páll.Margrét Frímannsdóttir, yfirmaður í fangelsinu að Litla-Hrauni, tekur í sama streng. Netið sé tækni sem allir noti og nauðsynlegt fyrir alla að kunna á. „Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Ef fangar misnotuðu netaðgang yrðu refsingar hertar. „Ég myndi vilja að allir fangar, nema þeir sem sæta agaviðurlögum, hafi aðgang að netinu. Það yrðu þó að vera einhverjar takmarkanir,“ segir Páll. Að undanförnu hefur það aukist að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið „Fangaverðir eru sífellt að finna netpunga sem hefur verið smyglað inn. Þá er brugðist við því strax,“ segir Páll. Páll Winkel fréttablaðið/gvaNetpungar gera fólki kleift að tengjast netinu hvar sem er. „Tækninni fleygir fram og eðli málsins samkvæmt hefur það áhrif á að þessu sé smyglað inn í fangelsið,“ segir Margrét. Páll segir að það fari mikil vinna í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í herbergjum sínum. „Við erum þó ekki með neinn sem fylgist sérstaklega með því hvort fangar séu á samfélagsmiðlum en ef við fáum ábendingar könnum við málið,“ segir Páll. Töluverður fjöldi agaviðurlaga á Litla-Hrauni er vegna netnotkunar. „Þeir missa tölvuna fyrst í mánuð og svo ef það gerist aftur missa þeir tölvuna í tvo mánuði,“ segir Margrét.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira