Innlent

Nemar við Kvikmyndaskólann ánægðir með viðbrögð Jóhönnu

Haraldur Ari Karlsson afhendir Jóhönnu undirskriftirnar.
Haraldur Ari Karlsson afhendir Jóhönnu undirskriftirnar.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í morgun á móti áskorun þess að efnis að gera tafarlaust samning við Kvikmyndaskóla Íslands og tryggja þannig rekstrarhæfi skólans. Á aðeins þremur sólarhringum hafa hátt í 3.300 manns undirritað áskorunina.

Hátt í þrjátíu nemendur skólans mættu í stjórnarráðið í morgun og afhentu Jóhönnu áskorunina og við það tilefni tjáði hún nemendunum að málefni Kvikmyndaskólans yrðu fyrsta mál á dagskrá á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá nemendum.

„Hún sagðist hafa rætt við menntamálaráðherra í gærkvöldi og að hún væri vongóð um jákvæða niðurstöðu í málum Kvikmyndaskólans strax í dag. Að lokum klöppuðu nemendur fyrir Jóhönnu og sögðust hæstánægðir með jákvæð viðbrögð forsætisráðherra. Samt sem áður ætla nemendur að fylgja málinu eftir með daglegum mótmælaaðgerðum þar til ásættanlegir samningar eru í höfn.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×