Nei eða já: Hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Björk Þórarinsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd.
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun