Nei eða já: Hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Björk Þórarinsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun