Innlent

Nauðgun í héraði en kynferðisleg áreitni í Hæstarétti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra en dómurinn dæmdi þá 35 ára gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun.
Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra en dómurinn dæmdi þá 35 ára gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Vísir/Getty
Hæstiréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra en dómurinn dæmdi þá 35 ára gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hæstiréttur dæmdi manninn í dag í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára.

Hæstiréttur dæmdi manninn ekki fyrir nauðgun þar sem litið var til þess að hann hefði staðfastlega neitað sök og ekki væru aðrir til frásagnar en maðurinn og konan. Ekki væri hægt að fullyrða að nauðgun hefði átt sér stað.

Sjá einnig: Sagði að frásögn konunnar væri „hrein ímyndun“

Var hann því ekki dæmdur fyrir brot gegn 194. grein hegningarlaga heldur fyrir að hafa farið óboðinn inn í svefnherbergi konunnar þar sem hún lá í rúmi sínu, lagst upp í rúm hjá konunni nakinn og strokið handleggi hennar, bak, brjóst, læri og rass utan-og innanklæða og snert lim sinn á meðan.

Varða þessi brot við 199. grein og 209. grein hegningarlaga, þar sem fjallað er um kynferðislega áreitni og þegar blygðunarkennd brotaþola er særð.

Var maðurinn því dæmdur í níu mánaða fangelsi eins og áður segir þar sem sex mánuðir eru skilorðsbundnir og dæmdur til að greiða konunni 600.000 krónur í miskabætur.

Dóm Hæstaréttar má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×