Náttúrupassinn er dauður á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 13:36 Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum. Alþingi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum.
Alþingi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira