Náttúruminjasafn Íslands – hvert stefnir? Hilmar J. Malmquist skrifar 23. desember 2015 07:00 Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“. Rétt er að benda á að viðræður safnsins og borgarinnar beindust að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og voru að frumkvæði safnsins. Jafnframt skal bent á að ákvörðun um að hætta viðræðunum var tekin af hálfu Reykjavíkurborgar.Dræmar undirtektir Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta viðræðunum er hörmuð en hún er skiljanleg í ljósi dræmra undirtekta ráðherra og ráðuneytisins. Náttúruminjasafnið hefur sl. tvö ár lagt sig fram um að sigla málinu í höfn enda um að tefla afar áhugaverðan kost fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem ekki hefur haft yfir neinu sýningarhúsnæði að ráða síðan safnið var sett á laggirnar árið 2007. Að mati margra hentar Perlan vel undir sýningarstarfsemi á sviði náttúrufræða. Staðsetningin er frábær m.t.t. allrar þjónustu, húsið er glæsilegt en hálftómt og skortir hlutverk, hátt er til lofts og vítt til veggja, víðsýnt er af veröndinni og skammt í náttúru umhverfis alla Öskjuhlíðina. Jafn álitlegur kostur undir grunnsýningu á náttúru Íslands í faglegu og fjárhagslegu tilliti hefur ekki staðið til boða um áratugaskeið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að opna augu ráðherra og ráðuneytis fyrir ágæti verkefnisins. Þetta er í þriðja skipti sem viðsemjendur um náttúrusýningu í Perlunni segja sig frá verkefnum sem snúa að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins. Í vor sagði fjárfestingafélagið Landsbréf ITF I sig frá viðræðum og bar við m.a. seinagangi í ráðuneytinu. Þar áður, við fjárlagagerð ársins 2014, sagði núverandi ríkisstjórn sig frá samningi sem undirritaður var í mars 2013 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og Reykjavíkurborgar um náttúrusýningu í Perlunni á vegum Náttúruminjasafnsins. Samningurinn fól m.a. í sér fulla fjármögnun ríkisins á stofnkostnaði við sýninguna.Hvað svo? Núverandi stjórnvöld hafa nú hafnað tveimur meginleiðum við fjármögnun náttúrusýningar á vegum Náttúruminjasafnsins, þ.e. að kosta verkefnið alfarið á vegum hins opinbera eða í samstarfi við utankomandi fjárfesta. Er nema von að spurt sé á hvaða vegferð ráðherra mennta- og menningarmála er með þetta höfuðsafn þjóðarinnar? Hafa skal í huga að Náttúruminjasafnið er skilgreint sem ein af lykilstofnunum landsins á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum og lögum samkvæmt á stofnunin að hafa sömu stöðu og hin höfuðsöfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna sem fræðslu- og menntastofnanir á vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin sérstöðu og hlutverki þeirra verður ekki sinnt af einkaaðilum nema að takmörkuðu leyti. Íslenska þjóðin og gestir landsins eiga löngu skilið að Náttúruminjasafn Íslands þjóni þeim af engu minni metnaði og gæðum en best þekkist í náttúrufræðisöfnum nágrannaþjóðanna. Ríki og einkaaðilar geta vel unnið saman í þessu brýna verkefni – ég er fullviss um að þjóðin vill það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“. Rétt er að benda á að viðræður safnsins og borgarinnar beindust að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og voru að frumkvæði safnsins. Jafnframt skal bent á að ákvörðun um að hætta viðræðunum var tekin af hálfu Reykjavíkurborgar.Dræmar undirtektir Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta viðræðunum er hörmuð en hún er skiljanleg í ljósi dræmra undirtekta ráðherra og ráðuneytisins. Náttúruminjasafnið hefur sl. tvö ár lagt sig fram um að sigla málinu í höfn enda um að tefla afar áhugaverðan kost fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem ekki hefur haft yfir neinu sýningarhúsnæði að ráða síðan safnið var sett á laggirnar árið 2007. Að mati margra hentar Perlan vel undir sýningarstarfsemi á sviði náttúrufræða. Staðsetningin er frábær m.t.t. allrar þjónustu, húsið er glæsilegt en hálftómt og skortir hlutverk, hátt er til lofts og vítt til veggja, víðsýnt er af veröndinni og skammt í náttúru umhverfis alla Öskjuhlíðina. Jafn álitlegur kostur undir grunnsýningu á náttúru Íslands í faglegu og fjárhagslegu tilliti hefur ekki staðið til boða um áratugaskeið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að opna augu ráðherra og ráðuneytis fyrir ágæti verkefnisins. Þetta er í þriðja skipti sem viðsemjendur um náttúrusýningu í Perlunni segja sig frá verkefnum sem snúa að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins. Í vor sagði fjárfestingafélagið Landsbréf ITF I sig frá viðræðum og bar við m.a. seinagangi í ráðuneytinu. Þar áður, við fjárlagagerð ársins 2014, sagði núverandi ríkisstjórn sig frá samningi sem undirritaður var í mars 2013 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og Reykjavíkurborgar um náttúrusýningu í Perlunni á vegum Náttúruminjasafnsins. Samningurinn fól m.a. í sér fulla fjármögnun ríkisins á stofnkostnaði við sýninguna.Hvað svo? Núverandi stjórnvöld hafa nú hafnað tveimur meginleiðum við fjármögnun náttúrusýningar á vegum Náttúruminjasafnsins, þ.e. að kosta verkefnið alfarið á vegum hins opinbera eða í samstarfi við utankomandi fjárfesta. Er nema von að spurt sé á hvaða vegferð ráðherra mennta- og menningarmála er með þetta höfuðsafn þjóðarinnar? Hafa skal í huga að Náttúruminjasafnið er skilgreint sem ein af lykilstofnunum landsins á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum og lögum samkvæmt á stofnunin að hafa sömu stöðu og hin höfuðsöfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna sem fræðslu- og menntastofnanir á vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin sérstöðu og hlutverki þeirra verður ekki sinnt af einkaaðilum nema að takmörkuðu leyti. Íslenska þjóðin og gestir landsins eiga löngu skilið að Náttúruminjasafn Íslands þjóni þeim af engu minni metnaði og gæðum en best þekkist í náttúrufræðisöfnum nágrannaþjóðanna. Ríki og einkaaðilar geta vel unnið saman í þessu brýna verkefni – ég er fullviss um að þjóðin vill það.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun