Náttúruminjasafn Íslands – hvert stefnir? Hilmar J. Malmquist skrifar 23. desember 2015 07:00 Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“. Rétt er að benda á að viðræður safnsins og borgarinnar beindust að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og voru að frumkvæði safnsins. Jafnframt skal bent á að ákvörðun um að hætta viðræðunum var tekin af hálfu Reykjavíkurborgar.Dræmar undirtektir Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta viðræðunum er hörmuð en hún er skiljanleg í ljósi dræmra undirtekta ráðherra og ráðuneytisins. Náttúruminjasafnið hefur sl. tvö ár lagt sig fram um að sigla málinu í höfn enda um að tefla afar áhugaverðan kost fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem ekki hefur haft yfir neinu sýningarhúsnæði að ráða síðan safnið var sett á laggirnar árið 2007. Að mati margra hentar Perlan vel undir sýningarstarfsemi á sviði náttúrufræða. Staðsetningin er frábær m.t.t. allrar þjónustu, húsið er glæsilegt en hálftómt og skortir hlutverk, hátt er til lofts og vítt til veggja, víðsýnt er af veröndinni og skammt í náttúru umhverfis alla Öskjuhlíðina. Jafn álitlegur kostur undir grunnsýningu á náttúru Íslands í faglegu og fjárhagslegu tilliti hefur ekki staðið til boða um áratugaskeið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að opna augu ráðherra og ráðuneytis fyrir ágæti verkefnisins. Þetta er í þriðja skipti sem viðsemjendur um náttúrusýningu í Perlunni segja sig frá verkefnum sem snúa að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins. Í vor sagði fjárfestingafélagið Landsbréf ITF I sig frá viðræðum og bar við m.a. seinagangi í ráðuneytinu. Þar áður, við fjárlagagerð ársins 2014, sagði núverandi ríkisstjórn sig frá samningi sem undirritaður var í mars 2013 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og Reykjavíkurborgar um náttúrusýningu í Perlunni á vegum Náttúruminjasafnsins. Samningurinn fól m.a. í sér fulla fjármögnun ríkisins á stofnkostnaði við sýninguna.Hvað svo? Núverandi stjórnvöld hafa nú hafnað tveimur meginleiðum við fjármögnun náttúrusýningar á vegum Náttúruminjasafnsins, þ.e. að kosta verkefnið alfarið á vegum hins opinbera eða í samstarfi við utankomandi fjárfesta. Er nema von að spurt sé á hvaða vegferð ráðherra mennta- og menningarmála er með þetta höfuðsafn þjóðarinnar? Hafa skal í huga að Náttúruminjasafnið er skilgreint sem ein af lykilstofnunum landsins á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum og lögum samkvæmt á stofnunin að hafa sömu stöðu og hin höfuðsöfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna sem fræðslu- og menntastofnanir á vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin sérstöðu og hlutverki þeirra verður ekki sinnt af einkaaðilum nema að takmörkuðu leyti. Íslenska þjóðin og gestir landsins eiga löngu skilið að Náttúruminjasafn Íslands þjóni þeim af engu minni metnaði og gæðum en best þekkist í náttúrufræðisöfnum nágrannaþjóðanna. Ríki og einkaaðilar geta vel unnið saman í þessu brýna verkefni – ég er fullviss um að þjóðin vill það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“. Rétt er að benda á að viðræður safnsins og borgarinnar beindust að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og voru að frumkvæði safnsins. Jafnframt skal bent á að ákvörðun um að hætta viðræðunum var tekin af hálfu Reykjavíkurborgar.Dræmar undirtektir Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta viðræðunum er hörmuð en hún er skiljanleg í ljósi dræmra undirtekta ráðherra og ráðuneytisins. Náttúruminjasafnið hefur sl. tvö ár lagt sig fram um að sigla málinu í höfn enda um að tefla afar áhugaverðan kost fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem ekki hefur haft yfir neinu sýningarhúsnæði að ráða síðan safnið var sett á laggirnar árið 2007. Að mati margra hentar Perlan vel undir sýningarstarfsemi á sviði náttúrufræða. Staðsetningin er frábær m.t.t. allrar þjónustu, húsið er glæsilegt en hálftómt og skortir hlutverk, hátt er til lofts og vítt til veggja, víðsýnt er af veröndinni og skammt í náttúru umhverfis alla Öskjuhlíðina. Jafn álitlegur kostur undir grunnsýningu á náttúru Íslands í faglegu og fjárhagslegu tilliti hefur ekki staðið til boða um áratugaskeið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að opna augu ráðherra og ráðuneytis fyrir ágæti verkefnisins. Þetta er í þriðja skipti sem viðsemjendur um náttúrusýningu í Perlunni segja sig frá verkefnum sem snúa að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins. Í vor sagði fjárfestingafélagið Landsbréf ITF I sig frá viðræðum og bar við m.a. seinagangi í ráðuneytinu. Þar áður, við fjárlagagerð ársins 2014, sagði núverandi ríkisstjórn sig frá samningi sem undirritaður var í mars 2013 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og Reykjavíkurborgar um náttúrusýningu í Perlunni á vegum Náttúruminjasafnsins. Samningurinn fól m.a. í sér fulla fjármögnun ríkisins á stofnkostnaði við sýninguna.Hvað svo? Núverandi stjórnvöld hafa nú hafnað tveimur meginleiðum við fjármögnun náttúrusýningar á vegum Náttúruminjasafnsins, þ.e. að kosta verkefnið alfarið á vegum hins opinbera eða í samstarfi við utankomandi fjárfesta. Er nema von að spurt sé á hvaða vegferð ráðherra mennta- og menningarmála er með þetta höfuðsafn þjóðarinnar? Hafa skal í huga að Náttúruminjasafnið er skilgreint sem ein af lykilstofnunum landsins á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum og lögum samkvæmt á stofnunin að hafa sömu stöðu og hin höfuðsöfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna sem fræðslu- og menntastofnanir á vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin sérstöðu og hlutverki þeirra verður ekki sinnt af einkaaðilum nema að takmörkuðu leyti. Íslenska þjóðin og gestir landsins eiga löngu skilið að Náttúruminjasafn Íslands þjóni þeim af engu minni metnaði og gæðum en best þekkist í náttúrufræðisöfnum nágrannaþjóðanna. Ríki og einkaaðilar geta vel unnið saman í þessu brýna verkefni – ég er fullviss um að þjóðin vill það.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun