Náttúran njóti vafans 10. desember 2014 12:00 Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun