Næsti rektor Háskóla Íslands Torfi H. Tulinius skrifar 21. janúar 2015 07:00 Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við. Kjörgengir til rektors eru þeir umsækjendur sem Háskólaráð hefur metið hæfa til embættisins: hún/hann sé prófessor eða hafi sýnt með rannsóknum og kennslu hæfi til að gegna slíkri stöðu. Enn fremur skal hún/hann hafa „leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun“. Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti. Fyrir því eru sögulegar ástæður en líka málefnalegar. Háskólar urðu til á miðöldum sem sjálfstæð samfélög kennara og fræðimanna. Það er því löng hefð fyrir jafningjastjórnun, sem hefur borið ríkulega ávexti: háskólar hafa jafnan verið aflvakar framfara í vísindum og tækni og ekki síður vettvangur hugmyndalegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekkingu og þjálfa nemendur í öguðum en jafnframt skapandi vinnubrögðum fræðimannsins finni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. Þess vegna er við hæfi að þeir velji sér forystukonu eða -mann og öðlist með því hlutdeild í framtíð og örlögum skólans.Skert völd Á undanförnum árum hefur verið þrengt að lýðræðishefð Háskólans. Áður var Háskólaráð skipað deildarforsetum, sem sjálfir voru kjörnir af starfsmönnum. Auk stúdenta, áttu þar m.a. sæti fulltrúar stéttarfélaga. Nú eru í ráðinu fulltrúar ríkisvalds, stúdenta og fulltrúar sem kjörnir eru af Háskólaþingi þar sem sitja stjórnendur skólans og fáeinir starfsmenn, mismargir eftir deildum. Umboð þessara „fulltrúa háskólasamfélagsins“ er óljósara en það sem deildarforsetar höfðu áður. Starfsmenn kjósa enn um deildarforseta, en völd þeirra eru mjög skert. Þeir sitja ekki í Háskólaráði og yfir þá hafa verið settir forsetar fræðasviða sem rektor ræður án kosningar. Loks eiga ráðningar akademískra starfsmanna sér ekki lengur stað eftir atkvæðagreiðslu í deild eins og áður var. Í ljósi þess hve frelsi og ábyrgð starfsmanna í kraftmiklu þekkingarsamfélagi Háskólans eru þýðingarmikil, má spyrja hvort þessar breytingar séu til bóta. Rektorskjör er kærkomið tækifæri til að ræða þessi mál. Það verður tekið vel eftir því sem væntanlegir frambjóðendur hafa um þau að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við. Kjörgengir til rektors eru þeir umsækjendur sem Háskólaráð hefur metið hæfa til embættisins: hún/hann sé prófessor eða hafi sýnt með rannsóknum og kennslu hæfi til að gegna slíkri stöðu. Enn fremur skal hún/hann hafa „leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun“. Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti. Fyrir því eru sögulegar ástæður en líka málefnalegar. Háskólar urðu til á miðöldum sem sjálfstæð samfélög kennara og fræðimanna. Það er því löng hefð fyrir jafningjastjórnun, sem hefur borið ríkulega ávexti: háskólar hafa jafnan verið aflvakar framfara í vísindum og tækni og ekki síður vettvangur hugmyndalegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekkingu og þjálfa nemendur í öguðum en jafnframt skapandi vinnubrögðum fræðimannsins finni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. Þess vegna er við hæfi að þeir velji sér forystukonu eða -mann og öðlist með því hlutdeild í framtíð og örlögum skólans.Skert völd Á undanförnum árum hefur verið þrengt að lýðræðishefð Háskólans. Áður var Háskólaráð skipað deildarforsetum, sem sjálfir voru kjörnir af starfsmönnum. Auk stúdenta, áttu þar m.a. sæti fulltrúar stéttarfélaga. Nú eru í ráðinu fulltrúar ríkisvalds, stúdenta og fulltrúar sem kjörnir eru af Háskólaþingi þar sem sitja stjórnendur skólans og fáeinir starfsmenn, mismargir eftir deildum. Umboð þessara „fulltrúa háskólasamfélagsins“ er óljósara en það sem deildarforsetar höfðu áður. Starfsmenn kjósa enn um deildarforseta, en völd þeirra eru mjög skert. Þeir sitja ekki í Háskólaráði og yfir þá hafa verið settir forsetar fræðasviða sem rektor ræður án kosningar. Loks eiga ráðningar akademískra starfsmanna sér ekki lengur stað eftir atkvæðagreiðslu í deild eins og áður var. Í ljósi þess hve frelsi og ábyrgð starfsmanna í kraftmiklu þekkingarsamfélagi Háskólans eru þýðingarmikil, má spyrja hvort þessar breytingar séu til bóta. Rektorskjör er kærkomið tækifæri til að ræða þessi mál. Það verður tekið vel eftir því sem væntanlegir frambjóðendur hafa um þau að segja.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun