Nærri allt grænmeti merkt án þess að hafa hlotið vottun Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2014 00:01 Vistvæn framleiðsla Nær allar vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna eru merktar sem vistvænar landbúnaðarafurðir þrátt fyrir að lögbundna vottun að baki notkuninni skorti. Fréttablaðið/HAG Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira