Lífið

Mýtan reynist sönn: Löggurnar eru sólgnar í kleinuhringi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrir utan Dunkin' Donuts í morgun.
Fyrir utan Dunkin' Donuts í morgun. mynd/H:N Markaðssamskipti
Lögreglumenn mættu einkennisklæddir fyrir framan stjórnarráðið klukkan níu í morgun. Þar vildu þeir minna ríkisstjórnina á samningaleysi stéttarinnar.

Þegar lögreglumennirnir yfirgáfu svæðið gengu þeir saman sem leið lá upp Laugaveginn og skelltu sér á kleinuhringjastaðinn Dunkin' Donuts.

Mikil röð myndaðist fyrir utan staðinn og voru aðeins íslenskir lögreglumenn í röðinni. Einn langlífasti brandari sögunnar er vissulega að lögreglumenn elski fátt meira en kleinuhringi.

Lögreglumenn- og konur fjölmenntu í Bankastrætið í morgun og fengu sér kleinuhringi hjá nágrönnum okkar í Dunkin Donuts. Við hvetjum lesendur til að leggja okkur til myndatexta í kommentum hér að neðan.

Posted by HN Markaðssamskipti on 2. október 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×