Erlent

Myrti einn tónleikagest og slasaði ellefu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla á vettvangi í dag.
Lögregla á vettvangi í dag. Vísir/Getty
Maður hóf skothríð að litlum hópi tónleikagesta í vestur Austurríki í morgun. Einn er látinn og ellefu slasaðir. Maðurinn framdi sjálfsmorð eftir að hann hafði skotið að tónleikagestunum. Þetta kemur fram á Guardian.

Tónleikarnir fóru fram undir berum himni en að sögn lögreglu hafði maðurinn átt í háværum deilum við konu á bílastæði nálægt tónleikastaðnum áður en hann tók að skjóta að hópnum. Maðurinn fór í bílinn sinn, sótti byssu, fór á tónleikastaðinn og tók að skjóta, að því er virtist handahófskennt.

Skotárásin átti sér stað nálægt bænum Nenzig sem liggur um 40 kílómetrum frá landamærum Lichtenstein. Lögreglan í Austurríki rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×