Erlent

Myrtar í afbrýðiskasti

Samúel Karl Ólason skrifar
Kory Alvarado, bar kennsl á systur sínar þar sem þær fundust.
Kory Alvarado, bar kennsl á systur sínar þar sem þær fundust. Vísri/AFP
Lík hinnar 19 ára Maria Jose Alvarado, ungfrú Hondúras, fannst ásamt líki 23 ára systur hennar, Sofiu, í gær, eftir umfangsmikla leit frá því á síðasta fimmtudag. Þær sáust síðast á leið úr samkvæmi síðastliðið fimmtudagskvöld, er þær stigu upp í bíl Plutarco Ruiz, kærasta sofiu.

Mikið rifrildi hófst á milli kærustuparsins, eftir að hún hafði dansað við ókunnugan mann, sem endaði með Ruiz tók upp byssu og skaut Sofiu. Hann skaut Maríu tvisvar sinnum í bakið þegar hún hljóp í burtu. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni lögreglunnar. Ruiz leiddi lögreglumenn að líkum systranna í gær.

Móðir systranna segir Ruiz hafa hringt í sig á föstudagsmorguninn og þóst vera áhyggjufullur. Hann sagði þær hafa farið upp í bíl, með mönnum sem hann þekkti ekki kvöldið áður. Hún sagði dætur sínar hafa átt auðvelt með að treysta fólki.

„Þær voru ekki góðar í að meta fólk í kringum sig. Þær voru bara vingjarnlegar og voru að umgangast fólk sem þær höfðu ekki þekkt lengi,“ hefur AP eftir Teresu Munoz.

Morð þeirra systra hefur vakið athygli á því vandamáli sem ofbeldi gegn konum er í Hondúras. Morðum á konum hefur fjölgað um 263 prósent frá árinu 2005.

„Ofbeldi gegn konum og stúlkum er gífurlega stórt vandamál,“ segir Adriana Beltran hjá Sameinuðu þjóðunum. „Fjölmargar konur láta lífið á þennan hátt, en þar sem þær eru ekki frægar, fá þau mál ekki mikla athygli og engum er refsað.“


Tengdar fréttir

Ungfrú Hondúras fannst látin

Hún og systir hennar höfðu ekki sést síðan á fimmtudaginn, en hún hefði átt að fljúga til London á sunnudaginn til að keppa í Ungfrú heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×