Myndlist – vannýtt auðlind Hlynur Helgason skrifar 6. október 2014 00:00 Stofnaður var sérstakur myndlistarsjóður með lögum árið 2012 sem hefur það markmið að auðvelda þeim sem vinna við myndlist að koma metnaðarfullum verkefnum í framkvæmd. Fé úr sjóðnum hefur eflt sýnileika myndlistar á Íslandi og styrkt stoðir menningarlífsins. Niðurskurður á fjárveitingum í sjóðinn ógnar því góða starfi sem þar hefur unnist. Rannsóknir benda til þess að myndlist geti haft margþætt jákvæð áhrif á efnahagslífið. Öflug myndlist eykur framleiðni og tekjur hjá þeim sem vinna með beinum hætti við myndlist. Myndlist sem er sýnileg hefur jákvæð áhrif á menningartengda ferðamennsku, sem skilar þjóðarbúinu hvað mestum tekjum. Myndlist er einnig hvati fyrir fjölbreyttara menningarlíf sem laðar að sér hæft og vel menntað fólk, eins og til dæmis lækna. Við stöndum okkur bærilega í því að styrkja kjarna myndlistarlífsins með listamannalaunum. Hins vegar skortir verulega leiðir til að koma starfi myndlistarmanna á framfæri. Sýnileiki listarinnar hér á landi gæti verið mun meiri og þar með menningarleg áhrif hennar. Þess vegna er myndlist hér á landi vannýtt auðlind; við nýtum ekki efnahagslega möguleika hennar nema að litlu leyti. Stofnun myndlistarsjóðs fyrir þremur árum var þess vegna skynsamleg og hagkvæm aðgerð. Stefnt var að því að efla hann smátt og smátt með auknum fjárveitingum og auka þannig þjóðhagslegt gildi myndlistarstarfs til muna. Það er því áhyggjuefni að í stað þess að styrkja sjóðinn hefur Alþingi skert fjárveitingar til hans verulega. Á síðasta ári drógust fjárveitingar saman úr 45 milljónum í 25 milljónir. Nú er lagt til að leggja einungis 15 milljónir til sjóðsins. Í stað þess að bæta hóflegu fé í sjóðinn, og efla þannig efnahagslegt gildi myndlistar, er grafið undan starfinu. Þannig verður myndlistin, því miður, áfram vannýtt auðlind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Stofnaður var sérstakur myndlistarsjóður með lögum árið 2012 sem hefur það markmið að auðvelda þeim sem vinna við myndlist að koma metnaðarfullum verkefnum í framkvæmd. Fé úr sjóðnum hefur eflt sýnileika myndlistar á Íslandi og styrkt stoðir menningarlífsins. Niðurskurður á fjárveitingum í sjóðinn ógnar því góða starfi sem þar hefur unnist. Rannsóknir benda til þess að myndlist geti haft margþætt jákvæð áhrif á efnahagslífið. Öflug myndlist eykur framleiðni og tekjur hjá þeim sem vinna með beinum hætti við myndlist. Myndlist sem er sýnileg hefur jákvæð áhrif á menningartengda ferðamennsku, sem skilar þjóðarbúinu hvað mestum tekjum. Myndlist er einnig hvati fyrir fjölbreyttara menningarlíf sem laðar að sér hæft og vel menntað fólk, eins og til dæmis lækna. Við stöndum okkur bærilega í því að styrkja kjarna myndlistarlífsins með listamannalaunum. Hins vegar skortir verulega leiðir til að koma starfi myndlistarmanna á framfæri. Sýnileiki listarinnar hér á landi gæti verið mun meiri og þar með menningarleg áhrif hennar. Þess vegna er myndlist hér á landi vannýtt auðlind; við nýtum ekki efnahagslega möguleika hennar nema að litlu leyti. Stofnun myndlistarsjóðs fyrir þremur árum var þess vegna skynsamleg og hagkvæm aðgerð. Stefnt var að því að efla hann smátt og smátt með auknum fjárveitingum og auka þannig þjóðhagslegt gildi myndlistarstarfs til muna. Það er því áhyggjuefni að í stað þess að styrkja sjóðinn hefur Alþingi skert fjárveitingar til hans verulega. Á síðasta ári drógust fjárveitingar saman úr 45 milljónum í 25 milljónir. Nú er lagt til að leggja einungis 15 milljónir til sjóðsins. Í stað þess að bæta hóflegu fé í sjóðinn, og efla þannig efnahagslegt gildi myndlistar, er grafið undan starfinu. Þannig verður myndlistin, því miður, áfram vannýtt auðlind.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun