Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun BBI skrifar 19. september 2012 12:24 Teitur ásamt verjanda sínum, Sigríði Rut Júlíusdóttur. Mynd/GVA Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri eftir að Gunnlaugur hafði stefnt honum fyrir meiðyrði. Eins og Vísir greindi frá fyrir stundu var Teitur Atlason sýknaður af bótakröfu Gunnlaugs fyrir Héraðsdómi. Meiðyrðamálið snerist um tvenn ummæli sem Teitur lét falla á bloggsíðu sinni. Gunnlaugur gerði kröfu um að þau yrðu dæmd ómerk.Fyrri krafan Fyrri kröfunni var vísað frá dómi vegna formgalla. Kröfuna settu Gunnlaugur og kona hans fram í sameiningu vegna ummæla um fjölskyldu Gunnlaugs alla sem Teitur birti á bloggi sínu. Hjónunum þótti ummælin stórkostlega móðgandi og meiðandi. Samkvæmt réttarfarsreglum og dómafordæmum er hins vegar ekki heimilt að setja slíka kröfu fram nema hver stefnandi geri sjálfstæða aðgreinda kröfu. Þessi sameiginlega óaðgreinda krafa hjónanna uppfyllti ekki það skilyrði og því varð að vísa henni frá dómi.Hamar.Síðari krafan Hins vegar gerði Gunnlaugur einn kröfu um að ummæli sem Teitur birti um hann á bloggsíðu sinni yrðu dæmd ómerk. Ummælin sem um ræðir voru: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Héraðsdómur Reykjavíkur telur að ummælin feli ekki í sér refsiverða aðdróttun samkvæmt skilningi almennra hegningarlaga. Ástæðan er sú að myndlíkingin þykir fela í sér gildisdóm en ekki miðlun staðreynda. Í dómaframkvæmd er viðurkennt að gildisdómar njóti almennt ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir. Auk þess var Teitur talinn hafa sett gildisdóminn fram í góðri trú. Því var Teitur sýknaður með vísan til 73. greinar stjórnarskrárinnar um vernd tjáningarfrelsis.Hér má lesa dóminn í heild sinni. Tengdar fréttir Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri eftir að Gunnlaugur hafði stefnt honum fyrir meiðyrði. Eins og Vísir greindi frá fyrir stundu var Teitur Atlason sýknaður af bótakröfu Gunnlaugs fyrir Héraðsdómi. Meiðyrðamálið snerist um tvenn ummæli sem Teitur lét falla á bloggsíðu sinni. Gunnlaugur gerði kröfu um að þau yrðu dæmd ómerk.Fyrri krafan Fyrri kröfunni var vísað frá dómi vegna formgalla. Kröfuna settu Gunnlaugur og kona hans fram í sameiningu vegna ummæla um fjölskyldu Gunnlaugs alla sem Teitur birti á bloggi sínu. Hjónunum þótti ummælin stórkostlega móðgandi og meiðandi. Samkvæmt réttarfarsreglum og dómafordæmum er hins vegar ekki heimilt að setja slíka kröfu fram nema hver stefnandi geri sjálfstæða aðgreinda kröfu. Þessi sameiginlega óaðgreinda krafa hjónanna uppfyllti ekki það skilyrði og því varð að vísa henni frá dómi.Hamar.Síðari krafan Hins vegar gerði Gunnlaugur einn kröfu um að ummæli sem Teitur birti um hann á bloggsíðu sinni yrðu dæmd ómerk. Ummælin sem um ræðir voru: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Héraðsdómur Reykjavíkur telur að ummælin feli ekki í sér refsiverða aðdróttun samkvæmt skilningi almennra hegningarlaga. Ástæðan er sú að myndlíkingin þykir fela í sér gildisdóm en ekki miðlun staðreynda. Í dómaframkvæmd er viðurkennt að gildisdómar njóti almennt ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir. Auk þess var Teitur talinn hafa sett gildisdóminn fram í góðri trú. Því var Teitur sýknaður með vísan til 73. greinar stjórnarskrárinnar um vernd tjáningarfrelsis.Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Tengdar fréttir Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34