Viðskipti erlent

Myndir þú kaupa síma framleiddan úr grasi?

Finnur Thorlacius skrifar
Það er gömul saga og ný að allir farsímar eru eins í útliti. Sean Miles hefur þó búið til síma sem ætti að standa út úr, enda að mestu gerður úr grasi.

Það var O2 fyrirtækið sem fékk Sean til að búa til síma sem væri að fullu endurvinnanlegur. Úr varð þessi sérstaki sími sem er úr blöndu af resin trjákvoðu og snöggklipptu grasi sem verður mjög hart við þornun og að fullu endurvinnanlegt.

Svo vel heppnaðist til við framleiðslu símans að mati O2 að til greina kemur að fjöldaframleiða hann, ekki síst fyrir þá sem eiga vilja síma sem ekki er eins og allir hinir. Í Bretlandi er talið að minna en 25% síma séu endurunnir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×