Innlent

Myndir af snjóflóðinu í Ólafsfjarðarmúla: "Þetta er alveg risastórt flóð"

Boði Logason skrifar
Snjóðflóðið sem féll í Ólafsfjarðarmúla í kvöld.
Snjóðflóðið sem féll í Ólafsfjarðarmúla í kvöld. Mynd/GK
„Þetta er alveg risastórt flóð, ætli þetta séu ekki um hundrað metrar. Þeir verða lengi að moka sig í gegnum þetta," segir Gísli Kristinsson, sem var staddur í Ólafsfjarðarmúla stuttu eftir að snjóflóð féll þar fyrr í kvöld.

Einn var fluttur með þyrlu á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en sá var fararstjóri í fimm manna hópi skíðamanna í fjallinu. Hann er ekki í lífshættu, að sögn lögreglu.

Þyrla á vegum ferðaþjónustufyrirtækis flaug með mennina upp í fjallið skömmu áður og þegar flugmennirnir urðu var við flóðið flugu þeir strax til móts við skíðamennina.

Ólafsfjarðarvegi hefur verið lokað og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður gerð tilraun til að opna veginn á ný í kvöld.

Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Tröllaskaga síðustu daga eftir töluverða snjókomu um helgina.

Uppfært 21:39: Búið er að opna Ólafsfjarðarveg, að sögn lögreglunnar á Dalvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×