Innlent

Myndarlegur sandstrókur við Hjörleifshöfða

Bjarki Ármannsson skrifar
Sandstrókurinn var hinn myndarlegasti.
Sandstrókurinn var hinn myndarlegasti. Mynd/Lars Lehnert
Ansi myndarlegur sandstrókur festist á filmu tveggja þýskra ferðamanna og ljósmyndara sem áttu leið til Víkur í Mýrdal síðdegis í dag.

Nokkrar myndir af fyrirbærinu eru birtar hér að neðan með leyfi ljósmyndaranna, þeirra Lars Lehnert og Stefan Christmann.

Vísir/Stefan Christmann
Þeir Lars og Stefan sáu strókinn verða til og hverfa aftur við Hjörleifshöfða er þeir keyrðu þar framhjá.

Vindsveipir sem þessir myndast flestir þar sem vindhraði eða vindátt taka snöggum breytingum. Sérlega líklegir myndunarstaðir eru skarpar brúnir í landslagi á borð við Hjörleifshöfða. 

Mynd/Stefan Christmann
Í grein Trausta Jónssonar veðurfræðings á Vísindavefnum segir að hvirflar myndist oft þar sem köld jöklagola streymir út yfir hlýjan sand og mætir vindi af annarri átt.

Ekki er gott að segja nákvæmlega til um stærð stróksins út frá myndunum en í grein Trausta segir að lauslega megi skilgreina sand- eða vatnsstróka sem vind í þröngum snúningi sem er stærri en metri en minni en hundrað metrar að þvermáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×