Enski boltinn

Murphy vill taka við Fulham

Danny Murphy.
Danny Murphy. vísir/getty
Fulham er í leit að nýjum stjóra eftir að félagið sparkaði Þjóðverjanum Felix Magath.

Magath féll með Fulham úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er með liðið í neðsta sæti B-deildarinnar eftir sjö umferðir.

Fyrrum leikmaður Fulham og Liverpool, Danny Murphy, hefur lýst yfir áhuga á að taka við sem stjóri félagsins.

„Mér þykir gríðarlega vænt um þetta félag og hef alltaf haft áhuga á því að hjálpa félaginu," sagði Murphy en hann lék yfir 200 leiki með Fulham.

„Ég hef alltaf sagt að ég vilji fara aftur til Fulham því samband mitt við stuðningsmennina er gott. Ef félagið vill ræða við mig þá er ég að sjálfsögðu til í það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×