Munu ekki geta tryggt sjóðfélögum áhyggjulaust ævikvöld Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. nóvember 2014 12:46 dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Útlit er fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir geti ekki tryggt framtíðarkynslóðum áhyggjulaust ævikvöld þar sem svo lítill hluti eigna þeirra er í erlendum gjaldeyri. Nauðsynlegt er að veita þeim undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að fjárfesta erlendis að mati hagfræðings sem hefur rannsakað kerfið. Út er komið ritið Áhættudreifing eða einangrun - um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga eftir dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og dr. Hersi Sigurgeirsson dósent við viðskiptafræðideild sama skóla. Ritið er afrakstur rannsókna þeirra á stöðu lífeyrissjóðakerfisins og var unnið að beiðni Landssamtaka lífeyrissjóða. Aðeins 22,4 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna eru erlendar og er það ákveðið áhyggjuefni að mati höfundanna því neysla lífeyrisþega framtíðarinnar verður í gjaldeyri, þ.e. í innflutningi á vörum og þjónustu.Undanþága frá gjaldeyrishöftum nauðsynleg Þeir Ásgeir og Hersir kynntu ritið á fundi á Hilton í morgun. „Lífeyrissjóðirnir hafa alltof lítið af erlendum eignum og það mun skapa vandamál þegar stórir árgangur fara á eftirlaun og það verður að draga sparnaðinn til baka, þ.e. nýta þær lífeyriseignir sem er búið að safna upp. Þegar þjóðin eldist mun það hafa mjög neikvæð áhrif fyrir hagkerfið þegar við förum að setja niður þær lífeyriseignir,“ segir Ásgeir Jónsson. Ásgeir segir æskilegt að hlutfall erlendra eigna lífeyrisjsóðanna sé í kringum 50 prósent. Þá sé alvarlegt áhyggjuefni að hlutfall erlendra eigna sjóðanna lækkar ár frá ári vegna innflæðis nýrra lífeyrisgreiðslna og lífeyrissjóðunum er meinað að beina nýjum fjárfestingum í erlendar eignir vegna gjaldeyrishaftanna. Þetta þýðir á mannamáli að lífeyrissjóðirnir geta ekki tryggt sjóðfélögum sínum áhyggjulaust ævikvöld ef ekki tekst að snúa þessari þróun við. „Einaneyslan er 40-50 prósent innflutt með einum eða öðrum hætti. Það er mjög eðlilegt að við eigum erlendar eignir fyrir erlendum hluta einkaneyslunnar,“ segir Ásgeir. Í ritinu leggja þeir Hersir til að lífeyrissjóðunum verði heimilað að verja fjórðungi nýs innflæðis lífeyrisgreiðslna í erlendar fjárfestingar til að rétta hlutfallið af. Til þess að það gangi eftir þurfa lífeyrissjóðirnir sérstaka undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Innflæði nýrra lífeyrisgreiðslna nemur árlega 40 milljörðum króna. Þetta þýðir að lífeyrissjóðirnir þurfa undanþágu fyrir erlendum fjárfestingum að að jafnvirði 10 milljarða króna á ári hverju. Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa lýst miklum áhyggjum af þessu. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ sagði Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR í viðtali við Stöð 2 í maí síðastliðnum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Útlit er fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir geti ekki tryggt framtíðarkynslóðum áhyggjulaust ævikvöld þar sem svo lítill hluti eigna þeirra er í erlendum gjaldeyri. Nauðsynlegt er að veita þeim undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að fjárfesta erlendis að mati hagfræðings sem hefur rannsakað kerfið. Út er komið ritið Áhættudreifing eða einangrun - um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga eftir dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og dr. Hersi Sigurgeirsson dósent við viðskiptafræðideild sama skóla. Ritið er afrakstur rannsókna þeirra á stöðu lífeyrissjóðakerfisins og var unnið að beiðni Landssamtaka lífeyrissjóða. Aðeins 22,4 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna eru erlendar og er það ákveðið áhyggjuefni að mati höfundanna því neysla lífeyrisþega framtíðarinnar verður í gjaldeyri, þ.e. í innflutningi á vörum og þjónustu.Undanþága frá gjaldeyrishöftum nauðsynleg Þeir Ásgeir og Hersir kynntu ritið á fundi á Hilton í morgun. „Lífeyrissjóðirnir hafa alltof lítið af erlendum eignum og það mun skapa vandamál þegar stórir árgangur fara á eftirlaun og það verður að draga sparnaðinn til baka, þ.e. nýta þær lífeyriseignir sem er búið að safna upp. Þegar þjóðin eldist mun það hafa mjög neikvæð áhrif fyrir hagkerfið þegar við förum að setja niður þær lífeyriseignir,“ segir Ásgeir Jónsson. Ásgeir segir æskilegt að hlutfall erlendra eigna lífeyrisjsóðanna sé í kringum 50 prósent. Þá sé alvarlegt áhyggjuefni að hlutfall erlendra eigna sjóðanna lækkar ár frá ári vegna innflæðis nýrra lífeyrisgreiðslna og lífeyrissjóðunum er meinað að beina nýjum fjárfestingum í erlendar eignir vegna gjaldeyrishaftanna. Þetta þýðir á mannamáli að lífeyrissjóðirnir geta ekki tryggt sjóðfélögum sínum áhyggjulaust ævikvöld ef ekki tekst að snúa þessari þróun við. „Einaneyslan er 40-50 prósent innflutt með einum eða öðrum hætti. Það er mjög eðlilegt að við eigum erlendar eignir fyrir erlendum hluta einkaneyslunnar,“ segir Ásgeir. Í ritinu leggja þeir Hersir til að lífeyrissjóðunum verði heimilað að verja fjórðungi nýs innflæðis lífeyrisgreiðslna í erlendar fjárfestingar til að rétta hlutfallið af. Til þess að það gangi eftir þurfa lífeyrissjóðirnir sérstaka undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Innflæði nýrra lífeyrisgreiðslna nemur árlega 40 milljörðum króna. Þetta þýðir að lífeyrissjóðirnir þurfa undanþágu fyrir erlendum fjárfestingum að að jafnvirði 10 milljarða króna á ári hverju. Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa lýst miklum áhyggjum af þessu. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ sagði Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR í viðtali við Stöð 2 í maí síðastliðnum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira