Erlent

Munntóbak vænlegra en nikótíntyggjó til að hætta reykingum

Óli Tynes skrifar

Það er vænlegra til árangurs að nota munntóbak til að hætta að reykja en nikótín tyggigúmmí eða aðrar nikótínvörur, samkvæmt nýrri norskri rannsókn.

Karl Erik Lund leiddi rannsókn á þessum þáttum við Statens Institutt for Rusmiddelfoskning sem á íslensku gæti kallast því þjála nafni Vímugjafarannsóknarstofa ríkisins.

Samkvæmt þessari rannsókn eru 2,5 sinnum meiri líkur á að fólki takist að hætta að reykja ef það notar munntóbak en ef það notar nikótíntyggjó.

Samkvæmt sænskri rannsókn er munntóbak mun minna skaðlegt en sígarettur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×