Munck Gruppen kaupir öll hlutabréf í LNS Saga Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2016 12:08 Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen hefur keypt öll hlutabréf í LNS Saga. Fyritækið hefur til þessa að meginstofni verið í eigu Norska fyritækisins LNS. Í tilkynningu frá LNS Saga segir að fyrirtækið velti á árinu 2016 um 800 milljónum danskra króna, um ríflega 14 milljörðum íslenskra, og hafi um fjögur hundruð starfsmenn. „Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu af byggingu hafna, sjóvarnargarða, atvinnuhúsnæðis, flugstöðva, gangna, vega og virkjana. Með kaupunum styrkir Munck sig verulega á þessum sviðum,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Munck er haft eftir Hans Christian Munck, forstjóra Munck Gruppen, að fyrirtækið hafi um langa hríð starfað af krafti í Skandinavíu og með kaupunum á LNS Saga geti það við styrkt stöðu þess á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. „Með kaupunum við okkur tækifæri til samlegðaráhrifa og öðlumst hæfni til að takast á við enn flóknari verkefni. LNS Saga er ungt fyrirtæki með áhugasömum starfsmönnum og reyndum stjórnendum og við höfum væntingar til þróunar mála á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Að sjálfsögðu er menningarmunur milli Íslands og Danmerkur, en við hlökkum til að koma samþættingu fyrirtækjanna á fullan skrið. Ég er þess fullviss að okkur muni takast að finna leiðir fyrir fyrirtækin til að bæta hvert annað upp. Þrátt fyrir hinn hraða vöxt LNS Saga, hefur fyrirtækinu tekist að viðhalda mikilli áherslu á öryggi og samtakamátt starfsmanna, sem er mikið forgangsmál hjá Munck Gruppen. Fyrirtækið hefur sterkan liðsanda og ég sé fram á spennandi og gefandi samstarf.” Segir Hans Christian Munck. Munck Gruppen hafði fyrir kaupin á LNS árlega veltu upp á 1,6 milljarð DKK (26,3 milljarðar ÍSK) og um það bil 1.100 stöðugildi. Eftir kaupin verða starfsmenn Munck um 1.500 talsins. Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen hefur keypt öll hlutabréf í LNS Saga. Fyritækið hefur til þessa að meginstofni verið í eigu Norska fyritækisins LNS. Í tilkynningu frá LNS Saga segir að fyrirtækið velti á árinu 2016 um 800 milljónum danskra króna, um ríflega 14 milljörðum íslenskra, og hafi um fjögur hundruð starfsmenn. „Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu af byggingu hafna, sjóvarnargarða, atvinnuhúsnæðis, flugstöðva, gangna, vega og virkjana. Með kaupunum styrkir Munck sig verulega á þessum sviðum,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Munck er haft eftir Hans Christian Munck, forstjóra Munck Gruppen, að fyrirtækið hafi um langa hríð starfað af krafti í Skandinavíu og með kaupunum á LNS Saga geti það við styrkt stöðu þess á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. „Með kaupunum við okkur tækifæri til samlegðaráhrifa og öðlumst hæfni til að takast á við enn flóknari verkefni. LNS Saga er ungt fyrirtæki með áhugasömum starfsmönnum og reyndum stjórnendum og við höfum væntingar til þróunar mála á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Að sjálfsögðu er menningarmunur milli Íslands og Danmerkur, en við hlökkum til að koma samþættingu fyrirtækjanna á fullan skrið. Ég er þess fullviss að okkur muni takast að finna leiðir fyrir fyrirtækin til að bæta hvert annað upp. Þrátt fyrir hinn hraða vöxt LNS Saga, hefur fyrirtækinu tekist að viðhalda mikilli áherslu á öryggi og samtakamátt starfsmanna, sem er mikið forgangsmál hjá Munck Gruppen. Fyrirtækið hefur sterkan liðsanda og ég sé fram á spennandi og gefandi samstarf.” Segir Hans Christian Munck. Munck Gruppen hafði fyrir kaupin á LNS árlega veltu upp á 1,6 milljarð DKK (26,3 milljarðar ÍSK) og um það bil 1.100 stöðugildi. Eftir kaupin verða starfsmenn Munck um 1.500 talsins.
Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira