Innlent

Mun færri senda jólakort

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sífellt færri senda jólakort.
Sífellt færri senda jólakort. vísir/getty
Um 38 prósent landsmanna ætla að senda jólakort með bréfpósti í ár samanborið við tæplega 47 prósent í fyrra. Fleiri konur en karlar hyggjast senda jólakort og fólk undir þrítugu er ólíklegra til þess að senda jólakort en þeir sem eldri eru.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Þar segir að af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar ætli um 43,5 prósent ekki að senda nein jólakort í ár og er það 10,5 prósentustiga hækkun frá því í fyrra. Hins vegar ætla ívið fleiri að senda rafrænt jólakort en í fyrra eða 11,5 prósent landsmanna. Þeim fækkar um tæp þrjú prósentustig milli ára sem hyggjast senda jólakort bæði með bréfpósti og rafrænt.

Hærra hlutfall kvenna, eða 42 prósent, en karla, 35 prósent, hyggjast senda jólakort með bréfpósti og um 48 prósent karla segjast ekki ætla að senda jólakort í ár samanborið við 38 prósent kvenna. Íslendingar á aldrinum 18-29 ára eru ólíklegri til að senda jólakort samanborið við fólk 30 ára og eldra. Hlutfall þeirra sem ætla að senda jólakort með bréfpósti fer stighækkandi með hærri aldri.

Þá segir í tilkynningu frá MMR að þegar svardreifing er skoðuð með tilliti til atvinnu sést að 52 prósent bænda og sjómanna ætla að senda jólakort með bréfpósti og einnig 52 prósent stjórnenda og æðstu embættismanna. Námsmenn eru ólíklegastir til að senda jólakort en 74 prósent þeirra sgöðust ekki ætla að senda jólakort í ár. Þjónustu- og afgreiðslufólk er líklegast til að senda jólakort með rafrænum hætti.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×