Mun ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Þingflokkur sjálfstæðismanna telur stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vera erfiða. Einn þingmaður flokksins efast um að hægt sé að styðja hana. Formaðurinn segir ólíklegt að hún snúi aftur í dómsmálaráðuneytið. vísir/vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni. Lekamálið Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni.
Lekamálið Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira