Erlent

Mugabe kosinn forseti Afríkubandalagsins

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Robert Mugabe á leiðtogafundi Afríkubandalagsins í Eþíópíu.
Robert Mugabe á leiðtogafundi Afríkubandalagsins í Eþíópíu. Vísir/AP
Robert Mugabe, hinn níræði forseti Simbabve, var í gær gerður að forseta Afríkubandalagsins. Þetta var samþykkt á leiðtogafundi bandalagsins í Eþíópíu í gær.

Mugabe hefur stjórnað Simbabve í 35 ár, eða síðan 1980. Hann hefur verið afar umdeildur á seinni árum og vakti þessi ákvörðun því nokkra undrun.

Hann sagðist í gær ætla að nota nýja embættið til að vekja athygli Afríkuríkja á málefnum innviða, virðisauka, landbúnaðar og loftslagsbreytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×