Innlent

Mublur úr minjum hörmungarsvæða

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Jóhann Sigmarsson smíðaði rúm úr bryggjudrumbum og vill hanna muni úr minjum frá rústum Tvíburaturnanna í New York.
Jóhann Sigmarsson smíðaði rúm úr bryggjudrumbum og vill hanna muni úr minjum frá rústum Tvíburaturnanna í New York. Fréttablaðið/Valli
„Verkefnið snýst um að vinna listaverk/húsgögn með því að endurnýta sögulegar minjar hvar sem er í heiminum,“ segir í erindi listamannsins Jóhanns Sigmarssonar þar sem hann óska eftir einnar milljóna króna styrk frá Faxaflóahöfnum til að vinna listaverk og húsgögn úr sögulegum minjum.

Jóhann rekur hugmyndina, sem nefnd er Miðbaugs – minjaverkefnið, alþjóðlegt farandverkefni og listsýningar, til þess að hann smíðaði sér rúm bryggjudrumbum úr Reykjavíkurhöfn sem annars hefði verið eytt vegna breytinga á höfninni.

Hírósíma og vettvangur annarra voðaverka

„Verkefnið snýst um að vinna listaverk/húsgögn með því að endurnýta sögulegar minjar hvar sem er í heiminum,“ útskýrir Jóhann sem kveður þegar hafa tekist að afla efniviðar úr höfninni í Hamborg og Berlínarmúrnum.

„Þá hafa verið lögð drög að minjum frá Hiroshima og frá franska þorpinu Oradour-sur-Glane sem staðið hefur óbreytt og óhreyft frá 10. júní 1944 þegar SS-menn nasista tóku þar 642 bæjarbúa af lífi. Við höfum einnig hug á að fá minjar frá rústum 9/11 atburðarins þegar árás hryðjuverkamanna var gerð á Tvíburaturnanna þann 11. september 2001,“ segir í bréfinu til Faxaflóhafna sem urðu ekki við beiðninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×