Enski boltinn

Mourinho vildi ganga í skrokk á Wenger

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger og Mourinho lenti saman í leik Chelsea og Arsenal í október 2014.
Wenger og Mourinho lenti saman í leik Chelsea og Arsenal í október 2014. vísir/getty
Bókin José Mourinho: Up Close and Personal, eftir blaðamanninn Robert Beasley, kemur út næsta fimmtudag.

Daily Mail birti í dag valda kafla úr bókinni, þ.á.m. um ríginn á milli Mourinho og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal.

Litlir kærleikar eru á milli Mourinhos og Wengers eins og margoft hefur komið fram.

Rígurinn á milli þeirra náði nýjum hæðum eftir að Mourinho sneri aftur til Chelsea sumarið 2013. Portúgalinn sagði, sem frægt er orðið, að Wenger væri „sérfræðingur í að mistakast“, og svo lenti þeim saman á hliðarlínunni í leik Chelsea og Arsenal í október 2014.

Beasley greinir frá því í bókinni að Mourinho hafi talað um að ganga í skrokk á Wenger eftir að Frakkinn gagnrýndi söluna á Juan Mata til Manchester United.

„Einn daginn mun ég finna hann í fjöru og rústa á honum andlitinu,“ hefur Beasley eftir Mourinho sem virðist, eins og bókarhöfundur segir, hreinlega elska að hata Wenger.

Umræddan kafla má lesa með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×