Erlent

Mótmælt í Hong Kong á þjóðhátíðardegi Kína

Vísir/AFP
Yfirvöld og íbúar í Hong Kong búa sig nú undir fjölmennustu mótmælin í borginni til þessa en í dag er þjóðhátíðardagur Kínverja. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, en borgin hefur verið hluti af Kína frá árinu 1997, segir að kröfum mótmælenda verði aðeins svarað í góðri samvinnu við yfirvöld á kínverska meginlandinu.

Hörð mótmæli hafa verið í borginni síðustu daga en íbúarnir krefjast þess að kosningar sem til stendur að halda á þarnæsta ári verði án afskipta kínverska kommúnistaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×