Mótmæli sveitunga munu engu breyta Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2017 06:00 Svavar Pétur Eysteinsson bóndi segir óboðlegt að fresta eigi framkvæmdinni. Þau hjónin sprengdu þrjú dekk á einni viku í fyrrasumar og hyggjast mótmæla þar til stjórnvöld skilja að "þetta rugl“ verði ekki látið líðast. Mynd/Ólafur Björnsson „Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
„Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57