Erlent

Mótmæli í Mexíkó

Ættingar námsmannanna fjörutíu og þriggja sem saknað er í Mexíkó fóru fyrir fjöldamótmælum í höfuðborg landsins í nótt. Talið er að stúdendarnir, sem allir voru kennaranemar, hafi verið teknir af lífi og þeim komið fyrir í fjöldagröf.

Er lögreglan grunuð um aðild að morðunum en þeir voru allir handteknir þar sem þeir voru að mótmæla bágum kjörum kennara. Mótmælin í nótt fóru að mestu friðsamlega fram en þó kom til nokkurra átaka við lögreglu í grennd við forsetahöll landsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×