Erlent

Mótmælendahópar spretta upp víða í Bandaríkjunum

Mótmælendur hafa komið sér fyrir í fjármálahverfi New York.
Mótmælendur hafa komið sér fyrir í fjármálahverfi New York. mynd/AFP
Mótmælendur í Bandaríkjunum segja fjöldahandtökurnar um helgina vera einungis til þess gerðar að efla baráttuanda þeirra. Mótmælendahóparnir hafa komið sér fyrir í almenningsgörðum og á gangstéttum. Mótmælin beinast gegn Wall Street og er barist gegn græðgi fjármálastofnanna.

Í dag hafa mótmælendahópar sprottið fram víða í Bandaríkjunum. Þar á meðal í Los Angeles, Maine o.fl. Talsmenn mótmælendanna vonast til þess að mótmælin dreifist yfir allt landið.

Mörg stéttarfélög í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við hreyfinguna. Fræga fólkið hefur einnig látið í sér heyra, Michael Moore og Susan Sarandon hafa lofað framtakið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×